Gestirnir eru farnir og barnapían með. Jónas og Stína komu á Hvalnum sínum - ameríska pikköppnum með kamper áföstum - og gistu tvær nætur á hlaðinu, en þau nýttu heimsóknina til að sækja Huldu barnapíu og barnabarn Jónasar. Að hitta Jónas - sem gerist vart oftar en 1-2. á ári - sannar þá staðreynd að það skiptir ekki máli hversu oft maður hittir vini sína, tíminn og lengd hans breytir litlu. Þ.e. lengd tímans, ekki Jónasar.
Það stóð til að taka saman hey nú upp úr hádeginu en enn er tuggan of blaut og einn traktorinn bilaður. Alltaf rek ég mig á að það er ekki hægt að skipuleggja neitt í kringum heyskap. Habbarahafaða.
Hygg enn á suðurferð... auglýsi hér með eftir rigningu norðanlands í um 3-4 daga.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Náði svarinu með "wink wink" skilaboðin komin til kokksins og ykkur er svo sannarlega velkomið að gista hér ef þið viljið ....
luv. erv
Skrifa ummæli