29. ágúst 2008

Orðin fertug. Reftug.

Já, nú eiga foreldrar mínir orðið fertugt barn - hvernig ætli þeim greyjunum líði? Ætli þau hafi getað ímyndað sér þetta þegar óvenju fallega og greindarlega barnið ég lá í vöggu? Nei, varla.

Mikið á ég góðar fjölskyldur og vini. Á miðvikudaginn skall yfir mig holskefla af kveðjum af öllu tagi og gjöfum eftir því. Má þar nefna einkar laglega, silfur-appelsínubrúna kaffivél sem malar baunir, flóar mjólk, lagar kaffi af ýmsum styrkleika - ég er viss um að ef ég fer rétt að henni get ég fengið hana til að nudda mig, veita sálfræðiaðstoð eða annað þvílíkt. Ég þakka innilega fyrir góða gjöf, öll þið sem að henni stóðuð. Svo komu góðir gestir um kvöldið (t.d. þeir sem komu með áðurnefnda kaffivél, Baddý og Svavar), sem fengu nýlagað kaffi úr rússneskum súkkulaðibollum.

Ég hef örugglega minnst á við einhverja að ég ætlaði að hafa kaffi á morgun eða hádegisverð. Ég er hætt við allt slíkt og ætla að ganga á eftir kindum. Best að fara að safna aftur í kistuna.

25. ágúst 2008

Sko, andarnefjur!


Gleymdi að segja síðast að á heimleiðinni frá Tjörnesi sáum við Inga og Davíð andarnefjurnar frægu sem halda til í Pollinum á Akureyri. Hinir strákarnir sváfu þær af sér og var annar þeirra afar sár - auðvitað hefði ég átt að vekja þá þegar ekkert minna en hvalir sjást með berum augum. Ég hugsaði til Odds Kárasonar þegar hann 3 ára í bíltúr með afa sínum, ömmu og Guðmundi heitnum á Egilsá, sá hval í eyfirskri á - var hún ekki annars eyfirsk, Helga?

Nýjar vikur daglega!

Svo hratt líður tíminn að ætla mætti að vikurnar hefðu styst um einhverja daga! Helgin búin og mánudagur líka - hvert fer tíminn eiginlega?

Við allavega fórum á ýmsa staði. Ég byrjaði á óvissuferð með starfsfólki Varmahlíðarskóla, keyrðum að Laugarfelli og eftir langa, djúpa viðveru í lauginni ókum við oní Eyjafjörðinn með stansi í Leyningshólum - þvílík perla!

Nú, svo fórum við börnin á Tjörnesið á laugardaginn með viðkomu á Glerártorgi. Af gefnu tilefni legg ég til að Tojsaröss verði færð á minna áberandi stað í þessu molli. Karl faðir minn hitti mig sem betur fer á torginu því að eftir Nettó og Office 1 gat ég skellt ís oní þau öll og látið grandalaust fórnarlambið sitja yfir þeim á meðan ég hljóp ein í skóbúð. Á Tjörnesi var yndislegt. Tóti (sem er frá Ytri-Tungu á Tjörnesi, þar sem við vorum), Birgit, Níels og Kristbjörg tóku vel á móti okkur; börn og unglingar fóru í fótbolta á túninu á meðan ég flúði í kaffibolla eftir aksturinn (ég veit, mamma, ekkert bílþol!). Best að myndirnar segi frá restinni....

Tóti og Birgit búa svo vel að eiga bryggju, bát, fjöru, læk og steingerfingafjall á einum og sama staðnum. Ekki sést það á myndinni en Birgit hefði alveg verið til í að binda nokkra drengi niður með sterkum kaðli þar sem hreyfiorkan fór á blússandi ferð í þessu umhverfi.


Ekki var til umræðu að Davíð tolldi í fötum, enda mjög upptekin við að fleyta rekavið niður lækinn og út í sjó.


Inga, ásamt Lilju og Elínu Rós, dætrum Lindu og Þorkels á Víðivöllum (Linda kom við á rúnti sínum til Mývatns).


Aðalsport allra drengjanna var að henda öllum stærðum af grjóti fram af bryggjunni og helst að bleyta sem flesta. Mjög gaman.


Sullað í læknum. Ég komst hjá því að leyfa Ásnum að fara í fótabað í læknum vegna kvefs og loftkælingu, en ég eiginlega lofaði honum að við færum á Tjörnes að ári liðnu og þá mundu fötin fjúka, allavega sokkar og buxur!

15. ágúst 2008

Loforð skal efna

Eitthvað minntist ég á að setja inn myndir frá St. Pétursborg. Ég valdi helst þær sem hafa eitthvað fólk á þeim eða falla inn á mitt áhugasvið (sbr. mósavíkina). Myndirnar eru í tímaröð, sem skiptir náttúrlega engu máli fyrir þig, lesandann.

Nafnar analíséra finkur sem spændu upp blómabeð.

Brúðkaupsvenjur eru nokkuð sérstakar í Pétursborg og ganga helst út á að fara á svo og svo marga staði og láta taka myndir af sér á hverjum þeirra. Við sáum u.þ.b. tug nýgiftra á víðavangi, flest á laugardeginum eftir að við komum.


Árni á Uppsölum mátar hatta.


Moi, María á Kúskerpi, Ingibjörg Sólrún frá Álfgeirsvöllum og Magga Guðbrands fyrir framan einn fjölmargra löggubíla borgarinnar.


Gengið frá kirkjunni þar sem kórinn söng að veitingasalnum sem við snæddum á. Um alla borg eru skurðir líkt og þessi sem sigla má á.


Silfrastaðarsóknarmenn ánægðir eftir tónleikana í Rússlandi.


Blóðkirkjan svokallaða sem var reist á morðstað Alexanders Péturssonar. Svona er hún að utan...


...Og svona að innan. Nær hver einasti fersentimetri er mósavíkaður, alveg upp í turnana! Ég hefi aldrei séð eins mikið mósaík og í Pétursborginni!


Mamma, tók þessa með þig líka í huga. Einhver minjagripabúð veitingahúsi sem við fórum á en konurnar eru ekki af verri endanum; Guðrún og María Guðmundsdætur, takk fyrir.

Kórinn söng ekki bara í göllunum heldur við ýmis tækifæri. Hér erum við í Peterhof, gosbrunnagarðinum sem Pétur mikli lét reisa fyrir sig svo hann gæti áð á leið sinni eitthvert í buskann.
Og ekki dugði eitthvert aflóga kofaskrifli í fyrir Péturinn.

Enn ein myndin af Uffffsala-Árna, en myndefnið er ekki bara við nágrannarnir heldur málverkið fyrir ofan okkur eftir Danann Karen Agnethe Þórarinsdóttur. Stórkostlega skemmtileg. Þarna sátum við í fínu boði hjá sendiherra Íslands í Finnlandi, Hannesi Heimissyni.

11. ágúst 2008

Kiitos, Finnland

Einhverntiman tekur allt enda. Töskurnar tilbunar, maginn mettur og nu er bara bedid eftir rutu 1 og 2 til ad fara med okkur ut a flugvöll. Man engar timasetningar aetli vid verdum ekki komin heim um midnaetti. Set svo myndir a siduna vid fyrsta taekifaeri.


Var ad koma ur hjolreidatur um midborgina, fekk lanad hjol a hotelinu. Gott maelitaeki a velmegun landa er hvort hlutir og adstada eru lanadir eda leigdir. Fatt var okeypis hja Russum en Finnar lana hotelgestum hjol, adgang ad finustu toelvum OG prenturum. En russarnir eru samt finasta folk. Eg get vel hugsad mer ad fara thangad aftur.

Vedrid: dasamlegt, naer stödugur udi, nema thegar hellidembir og um 18 stiga hiti.

8. ágúst 2008

Russastarkele.. eda thannig.

Erum maett til Helsinki. Allur dagurinn for i ad komast hingad, keyrslan er um 5 timar a milli borga en a russnesku landamaerunum tok thad okkur 3 klukkustundir ad komast i gegn, en rett um 5 minutur a theim finnsku!! Russar eru heimsmeistarar i ad lata folk bida ad naudsynjalausu. Hrikalega fyndid, fyrst kom landamaeravordur inn i rutuna til ad skoda vegabref, svo thurftum vid ad bida i rutunni i taepa 2 tima, sidan var farid inn i landamaerastodina og hvert einasta vegabref grandskodad af tveim voerdum i glerburi og stimplad med dagsetningu (vid erum 96 stykki). Tharaeftir stod voerdur vid rutuna til ad skoda passana okkar.. en tha hoefdu nokkur okkar tekid eftir thvi ad roeng dagsetning var stimplud i helming vegabrefa. Lausnin i oellu thessu 3 tima skrifraedi? Landamaeravoerdurinn sem stimpladi ranga dagsetningu kom hlaupandi ut med Bic penna og krotadi i vegabrefin!! Storkostlegt!

Nu er bara spurningin hvad vid Einar gerum a morgun i Helsinki. Aetli madur finni ekki soefn og garda og verslanir og sukkuladibudir. Annars keypti eg svo mikid sukkuladi i St. Petursborg ad eg ma teljast heppin ad taskan slapp vid tollskodun.

7. ágúst 2008

Dobre djin! Og til hamingju med afmaelid, Linda Ros!

Sumse sael veridi. Rublurnar bunar, allt program i Sankti Petursborg yfirstadid og Finnland framundan. Vid hjonaleysi hoefum haft thad eins og blomid i egginu, margt skodad, mikid bordad (allavega eg) og eg hef eylitid kynnt mer hagkerfi borgarinnar, tha helst hvad vid kemur verslun. Ekki leidinlegt.

Thad eina sem hefur klikkad er ad eg hef ekki enn notad frasann sem eg aefdi mest, thessi i fyrirsoegninni ad nedan. Eins og eg lagdi hann a minnid! Jaeja, eg er buin ad laera nokkra adra.

Best ad forda ser adur en hotelbudarkonan rekur mig ur toelvunni og serstaklega adur en eg tyni Einari nidri lobbi-i. Kysskyss fra Russlandi.

P.S. Guddomlega yndisleg borg, st. Petursborg.