25. ágúst 2008

Sko, andarnefjur!


Gleymdi að segja síðast að á heimleiðinni frá Tjörnesi sáum við Inga og Davíð andarnefjurnar frægu sem halda til í Pollinum á Akureyri. Hinir strákarnir sváfu þær af sér og var annar þeirra afar sár - auðvitað hefði ég átt að vekja þá þegar ekkert minna en hvalir sjást með berum augum. Ég hugsaði til Odds Kárasonar þegar hann 3 ára í bíltúr með afa sínum, ömmu og Guðmundi heitnum á Egilsá, sá hval í eyfirskri á - var hún ekki annars eyfirsk, Helga?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn, vona að hann verði góður.
Kv.
Sg