Loksins kom að því. Ég kláraði smákommóðuna sem ég byrjaði á í fyrra, minnir mig. Hún er úr venjulegum veggflísum, brotnum undirskálum, keramikfíneríi og perlum. Jú og úr bláa vasanum sem strákunum tókst að brjóta í hjá Drífu og Fúsa á Uppsölum. Þau buðu okkur í kvöldmat um daginn og á síðustu mínútum heimsóknar rak Ekki-ég Einarsson eitthvern skanka í vasann, sem endaði vatnshellt líf sitt á parketinu. Ég var gersamlega miður mín yfir göslaganginum í þeim - þar til ég tók eftir litnum. Fékk að hirða brotin og nú hefur vasinn lifnað við.
I vaguely recall having promised a bit of English to explain the photos. Well, it took about the same time to make these darlings, the mosaic commode and the kids. The mosaic just needs dusting for the next years, but the kids require a bit more attention than that.
30. nóvember 2008
25. nóvember 2008
Dansinn dunar
23. nóvember 2008
Við mótmælum!
Ég heimti Ingu í dag. Litla stúlkan mín fór ALEIN með rútu til Akureyrar í gær til að sjá Hæjskúl mjúsikal þrjú með Kristbjörgu okkar. Tóti og Níels skiluðu henni svo í dag, ásamt dóti handa öllum og nammi. Hefur einhver haft spurnir af því að jólasveinarnir hafi talið fjórtán? Nei bara spyr.
Börnum er eðlislægt að leika leiki úr umhverfi sínu. Í nammipokanum frá Tóta voru nokkur hlaup-spælegg. Fundu Davíð og Inga upp á nýjum leik; annað var stjórnmálamaður og hitt mótmælandi sem henti eggjum í pólitíkusinn. Þessi leikur entist alveg þangað til eitt eggið lenti upp í öðrum munninum.
Börnum er eðlislægt að leika leiki úr umhverfi sínu. Í nammipokanum frá Tóta voru nokkur hlaup-spælegg. Fundu Davíð og Inga upp á nýjum leik; annað var stjórnmálamaður og hitt mótmælandi sem henti eggjum í pólitíkusinn. Þessi leikur entist alveg þangað til eitt eggið lenti upp í öðrum munninum.
20. nóvember 2008
17. nóvember 2008
Hef ekkert umettað segja nema..
13. nóvember 2008
Lífið heldur áfram
Fátt er um fréttir héðan úr norðri. Jú,hringdi í ömmu Nónu á Borgarspítalanum - hún var bæði vakandi og nokkuð hress miðað við allt sem á undan er gengið. Að vanda ræddum við meðal annars um aðra fjölskyldumeðlimi, pólitík og veðrið, og var hún alveg með á öllum nótum.
Set ykkur sem þekkið til gamans, mynd af ömmu og frumburði hennar, Bjarney Sveinbjörnsdóttur Sigurðardóttur. Mér finnst ég sjá ögn af Evu Rós í þessum svip ömmu... hvað finnst netheimi (sem þekkir til þeirra, þ.e.)?
Að lokum, þeir sem eru umluktir efnislegum áhyggjum vegna k-----nnar (þetta orð fer að verða eins og eldfimt og ,,fokk" hér um árið), vísa ég í einn snilling mér nákominn, Eymund Ás: http://www.sigrg.blog.is/blog/sigrg/entry/703694/
Set ykkur sem þekkið til gamans, mynd af ömmu og frumburði hennar, Bjarney Sveinbjörnsdóttur Sigurðardóttur. Mér finnst ég sjá ögn af Evu Rós í þessum svip ömmu... hvað finnst netheimi (sem þekkir til þeirra, þ.e.)?
Að lokum, þeir sem eru umluktir efnislegum áhyggjum vegna k-----nnar (þetta orð fer að verða eins og eldfimt og ,,fokk" hér um árið), vísa ég í einn snilling mér nákominn, Eymund Ás: http://www.sigrg.blog.is/blog/sigrg/entry/703694/
6. nóvember 2008
Alltílæ, skal ek skella myndum inn!
Sumsé, hér koma myndir á næstum því rauntíma. Þær voru teknar fyrir um 7 -15 mínútum. Gunnar hefur nýhafið perlutímabilið sitt. Sýnir hér þþiðja peðllið, eins og hann sjálfur segir. Nú, svo ákvað Davíð að baka skúffuköku og blandaði saman helling af grænum og gulum (eins og húðlitur hans sýnir) í glasssúrkrem. Afar ánægður bakari. Annars lítið sem ekkert að frétta, snjórinn að mestu farinn og þarmeð bærilegur léttleiki tilverunnar, svo ég snúi aðeins útúr þekktum bókatitli. Ég sakna snjósins, fátt léttir dimman vetur eins og snjór yfir öllu og allt það umstang í kringum hann.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)