Fátt er um fréttir héðan úr norðri. Jú,hringdi í ömmu Nónu á Borgarspítalanum - hún var bæði vakandi og nokkuð hress miðað við allt sem á undan er gengið. Að vanda ræddum við meðal annars um aðra fjölskyldumeðlimi, pólitík og veðrið, og var hún alveg með á öllum nótum.
Set ykkur sem þekkið til gamans, mynd af ömmu og frumburði hennar, Bjarney Sveinbjörnsdóttur Sigurðardóttur. Mér finnst ég sjá ögn af Evu Rós í þessum svip ömmu... hvað finnst netheimi (sem þekkir til þeirra, þ.e.)?
Að lokum, þeir sem eru umluktir efnislegum áhyggjum vegna k-----nnar (þetta orð fer að verða eins og eldfimt og ,,fokk" hér um árið), vísa ég í einn snilling mér nákominn, Eymund Ás: http://www.sigrg.blog.is/blog/sigrg/entry/703694/
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
þad er nokkud til i þvi hjá þer. Annars hefur mer alltaf fundist Harpa svipa mikid til hennar mömmu. og svo er eg alveg sammála honum Eyma kallinum. kossar og knús. mamma
Jújú, Harpa líka, mikil ósköp. Mér fannst bara svo sjálfsagt að einhver barna hennar líktust henni að mér datt ekki í hug að nefna það!
Mér datt einmitt í hug Eva Rós um leið og ég leit á myndina!
Kv.
Mákkan
Ég er nú ekki í fjölskyldunni.. tengist kannski meira á ská, en mér finnst þú bara alveg eins og hún Nóna amma þín. Þá er ég ekkert að tala um að þið séuð líkar.. heldur alveg eins ;o)
kveðjur úr borg óttans
Gunna (frá Miðhúsum) hin eina sanna
Fyndið - amma Nóna var einmitt að tala um það hvað ég líktist orðið föðurömmu minni - segir að við séum næstum eins. Þá kannske eru þær ömmur mínar bara töluvert líkar og enginn tekið eftir því :) hehehaha
kv.evarós
Ingu fynnst Íris Olga svo lík henni Nónu og hefur alla tíð fundist það, kveðja frá Akureyri Jói
Skrifa ummæli