6. nóvember 2008

Alltílæ, skal ek skella myndum inn!

Sumsé, hér koma myndir á næstum því rauntíma. Þær voru teknar fyrir um 7 -15 mínútum. Gunnar hefur nýhafið perlutímabilið sitt. Sýnir hér þþiðja peðllið, eins og hann sjálfur segir. Nú, svo ákvað Davíð að baka skúffuköku og blandaði saman helling af grænum og gulum (eins og húðlitur hans sýnir) í glasssúrkrem. Afar ánægður bakari. Annars lítið sem ekkert að frétta, snjórinn að mestu farinn og þarmeð bærilegur léttleiki tilverunnar, svo ég snúi aðeins útúr þekktum bókatitli. Ég sakna snjósins, fátt léttir dimman vetur eins og snjór yfir öllu og allt það umstang í kringum hann.







1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Eg vona ad David baki fyrir mig þegar eg kem.....