23. nóvember 2008

Við mótmælum!

Ég heimti Ingu í dag. Litla stúlkan mín fór ALEIN með rútu til Akureyrar í gær til að sjá Hæjskúl mjúsikal þrjú með Kristbjörgu okkar. Tóti og Níels skiluðu henni svo í dag, ásamt dóti handa öllum og nammi. Hefur einhver haft spurnir af því að jólasveinarnir hafi talið fjórtán? Nei bara spyr.

Börnum er eðlislægt að leika leiki úr umhverfi sínu. Í nammipokanum frá Tóta voru nokkur hlaup-spælegg. Fundu Davíð og Inga upp á nýjum leik; annað var stjórnmálamaður og hitt mótmælandi sem henti eggjum í pólitíkusinn. Þessi leikur entist alveg þangað til eitt eggið lenti upp í öðrum munninum.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er mútta þín að koma upp á Skerið???
Kv.
Mákkan

Nafnlaus sagði...

Er med þvi betra sem eg hef heyrt, John á eftir ad segja öllum þennan brandara... Mamma
ps til Siggu, já eg kem i byrjun Des.

Nafnlaus sagði...

hahahaha - frábært þetta með eggin
kv.evarós og aníta