14. janúar 2006

Spánverjar

Sá eina fyndnustu mynd síðari ára. Var sýnd á RUV í gærkveldi, um einkaspæjarann Torrente í Marbella borg á Spáni. Við hjónaleysin grétum úr hlátri. Þar sem ég er ennþá að jafna mig á pólitískri rétthugsun og meðfylgjandi ritskoðun Bandarískrar menningar, þá var þessi mynd sem ferskur blær innan um hræsnisfullar hollívúddmyndirnar . Ekkert heilagt: konur, svartir, Asíubúar, aldraðir, alkóhólistar, dópistar, dýravinir, karlmenn, offeitir, fatlaðir, börn, þjóðernissinnar, trúaðir... Ég er örugglega að gleyma einhverjum.

Engin ummæli: