1. mars 2008

Ó, hún Drífa mín!

Við börnin erum komin heim. Börnin sofnuð og ég sest fyrir framan tölvuna. Einar líklegast rétt að syngja lokalögin fyrir Egilsstaðabúa og á eftir ferðalagið heim í nótt.

Við Drífa nágrannakona mín með meiru, héldum matarveislu í Mannlausa Klúbbnum okkar, þ.e. þegar menn okkar að heiman í kórferðalagi og við eldum eitthvað svínslega gott sem inniheldur a.m.k. mikinn hvítlauk. Drífa er ein af þeim konum sem ég hef óbilandi matarást á. Í kvöld bauð Drífa í eftirfarandi rétti:
  • ofnbakaðan kjúkling með barbekjúsósu
  • 40 hvítlauksgeira kjúkling (nahamm!)
  • sætar kartöflur og fleira grænmeti steikt í balsam ediki (úúúh)
  • spínat með hvítlauk, rúsínum og ristuðum furuhnetum (ahhhh)
  • ofnsteiktum kartöflum
  • tómatsalati með allskyns lauk, papriku, feta og sólþurrkuðum tómötum (slurp)
  • piparostasósu með miklu soði úr hvítlaukskjúklingnum (slu-u-urrrrp)
  • Í eftirmat: ís með volgri mars-súkkulaðisósu (spring!)

Já, ég er eins og kópafull urta á sólarströnd eftir kvöldið. Ég hlýt að sjá til gólfs þegar líður á næstu viku.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Holi Moli dottir goð ertu ad eta á þig gat ???? annars öfunda eg ykkur yfir þessu "gastromonical delight" vildi svo gjarnan vera þarna med ykkur. Stjúpi þinn er allur i þessu " ekki nota mikid af neinu, bara simple salt og pipar " ekki mjög spennandi..
kiss-kiss-hugs xoxo