Einn fyrstu hvítu landkönnuða Norður-Ameríku skrifaði í dagbókina sína um þá djúpu, mannlausu þögn sem hann upplifði í einhverjum skóginum sem hann heimsótti. Sú þögn er umlykur mig - fyrir utan tölvusuð og lyklaborðssmelli - hlýtur að vera svipuð. Öll börn sofnuð og fullorðnir líka. Yndislegt. Öllum er hollt að eiga einkastund með sjálfum sér og oft fær móðirinn hana þegar börnin sofna. En þegar það síðasta er ekki fallið fyrr en um miðnætti er fátt um fína drætti. Kannski þess vegna sem geðheilsan í dag hefur verið heldur hrist og skekin. Ég tek að sjálfsögðu einhverja ábyrgð á viðsnúningi sólarhringsins þar sem ég hef átt erfitt með að vekja þau snemma á morgnana. Mér finnst bara erfitt að vita af þeim þreyttum og slæptum yfir daginn, greyjunum. Í gærkveldi asnaðist ég svo til að leyfa þeim að horfa á sjálfan Hulk, græna stökkbreytta risann, en hann er í hetjuliðinu hjá krökkunum ásamt þeim fóstbræðrum Spæder- Súper- og Battmanni. Sófinn var þéttsetinn, ég neðst og svo fjögur spennt og hálfskelfd börn yfir og alltum kring. Þetta bíó olli því náttúrlega að allir fóru svívirðilega seint að sofa, einn gat ekki sofnað án ljóss í ganginum og félagsskaps og annar vaknaði við martraðir. Í dag voru allir hinsvegar kokhraustir og kannaðist engin sála við að hafa orðið hræddur. Þvílíkt bull og vitleysa!
En að öðru. AÐVÖRUN: ég stefni suður á bóginn um leið og spáir allavega 3 daga rigningarlotu. Þeir sem vilja sjá mig mega byrja að hlakka óstjórnlega til. Hinir hafi hljótt um sig.
29. júní 2008
27. júní 2008
Æ myndavélin
Þegar ég horfði á eftir rútunni flytja Elvu Björk systurdóttur mína suður á bóginn, uppgötvaði ég að myndavélin var aldrei með í för þá daga sem hún dvaldi. Ekki kann ég við að fótósjoppa barnið inná myndir en ég ætla mér að verða duglegri að nota vélina. Þannig að þegar næsta rúta færði okkur Huldu frá Kópavogi tók ég myndavélina með í hennar fyrsta at. Greyið, hún var varla búin að jafna sig á barnaskaranum, hundagenginu og Sveidddinni (eins og fólk kallar allt dreifbýli) þegar grímuklæddur maður birtist í Tungu til að eitra fyrir flugum. Það þýddi tveggja tíma útlegð frá húsinu, sem passaði ágætlega fyrir göngutúr með nesti upp á Sand að nýju símastöðinni þar. Þegar upp var komið settumst við í skjól við stöðvarhúsið og neyttum ljúffengra réttra - kókómjólk, súkkulaðikex og þurrkaðir bananar (Elva mín, ég hugsaði stöðugt til þín þegar ég maulaði flögurnar). Ég var mjög ánægð með börnin og unglinginn að ná alla leið, hún er bæði brött og löng. Þegar á staðinn er komið sér maður vel yfir Héraðsvötnin og inní Norðurárdal.
Annars er það af Huldu að frétta að í gær þegar Einar fór með börnin í sund hafði ég ákveðið að skokka til Drífu á Uppsölum (einhverjir 6- 10 km). Grandalaus vildi hún fara með en var búin að fá nóg af bleytu, grjóti og norðanblæstri þegar við vorum hálfnaðar. Það bætti ástandið að Drífa átti heita ofna, gott kaffi og meððí. Við allar þrjár unnum svo hörkuvinnu í kvenfélagsuppskriftarbókaruppkastinu (að vísu stakk ég upp á að vísa 14 ára unglingnum fram í stofu þegar hún hafði leiðrétt íslenskuna hjá mér í allavega fimmta sinn....) og enduðum svo uppí sófa yfir Aðþrengdum eiginkonum. Yn-dis-legt kvöld!
Við eðum fðænduð og vinið.
Skjóni og Mósi fengu gasalega lekkera hártísku af hendi Ingu.
Fjöruferð hjá Króknum
Annars er það af Huldu að frétta að í gær þegar Einar fór með börnin í sund hafði ég ákveðið að skokka til Drífu á Uppsölum (einhverjir 6- 10 km). Grandalaus vildi hún fara með en var búin að fá nóg af bleytu, grjóti og norðanblæstri þegar við vorum hálfnaðar. Það bætti ástandið að Drífa átti heita ofna, gott kaffi og meððí. Við allar þrjár unnum svo hörkuvinnu í kvenfélagsuppskriftarbókaruppkastinu (að vísu stakk ég upp á að vísa 14 ára unglingnum fram í stofu þegar hún hafði leiðrétt íslenskuna hjá mér í allavega fimmta sinn....) og enduðum svo uppí sófa yfir Aðþrengdum eiginkonum. Yn-dis-legt kvöld!
Við eðum fðænduð og vinið.
Skjóni og Mósi fengu gasalega lekkera hártísku af hendi Ingu.
Fjöruferð hjá Króknum
23. júní 2008
Vei vei! Heyskapur byrjaður!
Loksins er vertíðin hafin. Þetta verður fljótlegra, þessi samantekt á heyi, með nýrri vélum. Eftir síðustu vélauppfærslur í fyrra tekur þetta styttri tíma.
Get svo sagt þeim sem heyrðu frásögnina af skoppandi Kollbrók að ég er mun betri, harðsperrurnar í hálsinum eru farnar og marið minna.
Hjá okkur hefur dvalið ungfrú Elva Björk Kristjánsdóttir og Dagnýar systur. Ég hafði örlitlar áhyggjur af því að hún hefði nóg fyrir stafni en þær gufuðu fljótt upp. Hún hefur verið mjög upptekin við bakstur, tiltekt, uppvask, dans og já bara að leika sér.
Get svo sagt þeim sem heyrðu frásögnina af skoppandi Kollbrók að ég er mun betri, harðsperrurnar í hálsinum eru farnar og marið minna.
Hjá okkur hefur dvalið ungfrú Elva Björk Kristjánsdóttir og Dagnýar systur. Ég hafði örlitlar áhyggjur af því að hún hefði nóg fyrir stafni en þær gufuðu fljótt upp. Hún hefur verið mjög upptekin við bakstur, tiltekt, uppvask, dans og já bara að leika sér.
17. júní 2008
Nú.. er... frostáfróni
Hvað er að mér? Bý rétt sunnan við víðfrægan norðurpól en mæti samt í kvartbuxum, sumarkjól og sumarskóm í 17. júní skrúðgönguna á Sauðárkrók. Ef Sigfríður hefði ekki lánað mér hlífðarbuxur hefði ég líklegast orðið úti við Öldustíginn, ef ekki fyrr. Þvílíkt rok og þvílíkur kuldi! Þegar Gunni og Felix (sem voru frábærir!) höfðu lokið sér af og ratleikurinn hófst, flúðum við Kristbjörg (sem var álíka asnalega klædd og ég) inn í sjoppu með börnin. Ég þarf að taka mig alvarlega í gegn í þessum málum. Ég er enn með hrollinn í mergnum og komið fram yfir miðnætti!
12. júní 2008
Nýtt upphaf...
Fjárinn! Var búin að skrifa doktors ritgerð í dag með myndskreytingu – og að sjálfsögðu vistaðist ekkert. Ég hef aldrei lesið uppfærslurnar frá blogspot.com, en mig grunar að þeir hafi tekið í þjónustu ritskoðunarforrit sem hendir út lélegustu færslunum.
Sagði svosem ekkert að viti svo ég byrja upp á nýtt. Það góða og slæma dagsins:
Góða:
· Ég er svo glöð að hafa heyrt í Lindu í Austurríki og séð myndir frá henni; svo fékk ég póst frá gömlum skólafélaga í Ameríku.
· Stórkostlegt veður hélt okkur úti í nær allan dag.
· Mér hefur loks tekist að beita mig mataraðhaldi í heilan dag! Þar sem ég hef etið allt sem ég hef komið höndum á síðustu mánuði líður mér eins og karnivalblöðru í logni. Nú á að trappa niður allt sem er sætt, feitt og í miklu magni.
· Gluggarnir mínir eru skínandi hreinir!
Slæma:
· Vegna stórkostlega veðursins er Gunnar sólbrenndur á örmunum.
· Hef ekkert náð á mömmu minni, hvað þá Matta og Lísu sem nú eru í Bremerton. Best ég bjalli í þau.
· Man ekki eftir fleiru slæmu.
Og svo eru það myndirnar:
Stórfelldar umhverfisbreytingar urðu þegar járnagámabíll fjarlægði farartæki af ýmsum gerðum. Ég sé ekki eftir neinu í Kínverjana sem fá járnið, nema vera skyldi þessi Úrsus sem sést í loftinu á myndinni.
Sagði svosem ekkert að viti svo ég byrja upp á nýtt. Það góða og slæma dagsins:
Góða:
· Ég er svo glöð að hafa heyrt í Lindu í Austurríki og séð myndir frá henni; svo fékk ég póst frá gömlum skólafélaga í Ameríku.
· Stórkostlegt veður hélt okkur úti í nær allan dag.
· Mér hefur loks tekist að beita mig mataraðhaldi í heilan dag! Þar sem ég hef etið allt sem ég hef komið höndum á síðustu mánuði líður mér eins og karnivalblöðru í logni. Nú á að trappa niður allt sem er sætt, feitt og í miklu magni.
· Gluggarnir mínir eru skínandi hreinir!
Slæma:
· Vegna stórkostlega veðursins er Gunnar sólbrenndur á örmunum.
· Hef ekkert náð á mömmu minni, hvað þá Matta og Lísu sem nú eru í Bremerton. Best ég bjalli í þau.
· Man ekki eftir fleiru slæmu.
Og svo eru það myndirnar:
Stórfelldar umhverfisbreytingar urðu þegar járnagámabíll fjarlægði farartæki af ýmsum gerðum. Ég sé ekki eftir neinu í Kínverjana sem fá járnið, nema vera skyldi þessi Úrsus sem sést í loftinu á myndinni.
Fyrir skömmu varð Týri Prins Depilsson fyrir líkamsárás að loppu föður síns. Var honum umsvifalaust breytt í lampa.
4. júní 2008
Á ströndina
Ég bara trúissekki. Ég stóð í þeirri meiningu að ég ynni út þessa viku og kannski í byrjun næstu. En svo - PÚFF - allt búið. Fór rétt í dag í fáeina tíma en nú er ég formlega komin í sumarfrí! Mér finnst eins og ég ætti að pakka fyrir sumarbústaðaferð... eða Kanarí... eða tunglför.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)