Loksins er vertíðin hafin. Þetta verður fljótlegra, þessi samantekt á heyi, með nýrri vélum. Eftir síðustu vélauppfærslur í fyrra tekur þetta styttri tíma.
Get svo sagt þeim sem heyrðu frásögnina af skoppandi Kollbrók að ég er mun betri, harðsperrurnar í hálsinum eru farnar og marið minna.
Hjá okkur hefur dvalið ungfrú Elva Björk Kristjánsdóttir og Dagnýar systur. Ég hafði örlitlar áhyggjur af því að hún hefði nóg fyrir stafni en þær gufuðu fljótt upp. Hún hefur verið mjög upptekin við bakstur, tiltekt, uppvask, dans og já bara að leika sér.
23. júní 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Er Kollbrók ein af ánum ykkar???
Kv.
Sg
Það drífur margt á daga þína Íris mín.
Baráttukveðjur í heiðardalinn og heyskapinn.
S.G.
Skrifa ummæli