Þegar ég horfði á eftir rútunni flytja Elvu Björk systurdóttur mína suður á bóginn, uppgötvaði ég að myndavélin var aldrei með í för þá daga sem hún dvaldi. Ekki kann ég við að fótósjoppa barnið inná myndir en ég ætla mér að verða duglegri að nota vélina. Þannig að þegar næsta rúta færði okkur Huldu frá Kópavogi tók ég myndavélina með í hennar fyrsta at. Greyið, hún var varla búin að jafna sig á barnaskaranum, hundagenginu og Sveidddinni (eins og fólk kallar allt dreifbýli) þegar grímuklæddur maður birtist í Tungu til að eitra fyrir flugum. Það þýddi tveggja tíma útlegð frá húsinu, sem passaði ágætlega fyrir göngutúr með nesti upp á Sand að nýju símastöðinni þar. Þegar upp var komið settumst við í skjól við stöðvarhúsið og neyttum ljúffengra réttra - kókómjólk, súkkulaðikex og þurrkaðir bananar (Elva mín, ég hugsaði stöðugt til þín þegar ég maulaði flögurnar). Ég var mjög ánægð með börnin og unglinginn að ná alla leið, hún er bæði brött og löng. Þegar á staðinn er komið sér maður vel yfir Héraðsvötnin og inní Norðurárdal.
Annars er það af Huldu að frétta að í gær þegar Einar fór með börnin í sund hafði ég ákveðið að skokka til Drífu á Uppsölum (einhverjir 6- 10 km). Grandalaus vildi hún fara með en var búin að fá nóg af bleytu, grjóti og norðanblæstri þegar við vorum hálfnaðar. Það bætti ástandið að Drífa átti heita ofna, gott kaffi og meððí. Við allar þrjár unnum svo hörkuvinnu í kvenfélagsuppskriftarbókaruppkastinu (að vísu stakk ég upp á að vísa 14 ára unglingnum fram í stofu þegar hún hafði leiðrétt íslenskuna hjá mér í allavega fimmta sinn....) og enduðum svo uppí sófa yfir Aðþrengdum eiginkonum. Yn-dis-legt kvöld!
Við eðum fðænduð og vinið.
Skjóni og Mósi fengu gasalega lekkera hártísku af hendi Ingu.
Fjöruferð hjá Króknum
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Þú ert dugleg að gera hversdaginn að ævintýri fyrir börnin þín,og átt mikið hrós skilið.
Vona að þið séuð búnar með bókina ha,ha,ha!!
Kiss,kiss S.G.
en gaman ad sjá og heyra.. hún er lik i ættina blessunin.
Hvada kökubok ???? fæ eg eitt eintak ??? mamma
Gleymdi að þakka fyrir drenginn minn (já eða okkar; sem spurði mjög út í ættfræði á leiðinni heim og klikkti út með að segja: Hvernig getur Íris verið mamma mín líka???)
Faðm, faðm,
Sg
Skrifa ummæli