12. júní 2008

Nýtt upphaf...

Fjárinn! Var búin að skrifa doktors ritgerð í dag með myndskreytingu – og að sjálfsögðu vistaðist ekkert. Ég hef aldrei lesið uppfærslurnar frá blogspot.com, en mig grunar að þeir hafi tekið í þjónustu ritskoðunarforrit sem hendir út lélegustu færslunum.

Sagði svosem ekkert að viti svo ég byrja upp á nýtt. Það góða og slæma dagsins:
Góða:
· Ég er svo glöð að hafa heyrt í Lindu í Austurríki og séð myndir frá henni; svo fékk ég póst frá gömlum skólafélaga í Ameríku.
· Stórkostlegt veður hélt okkur úti í nær allan dag.
· Mér hefur loks tekist að beita mig mataraðhaldi í heilan dag! Þar sem ég hef etið allt sem ég hef komið höndum á síðustu mánuði líður mér eins og karnivalblöðru í logni. Nú á að trappa niður allt sem er sætt, feitt og í miklu magni.
· Gluggarnir mínir eru skínandi hreinir!

Slæma:
· Vegna stórkostlega veðursins er Gunnar sólbrenndur á örmunum.
· Hef ekkert náð á mömmu minni, hvað þá Matta og Lísu sem nú eru í Bremerton. Best ég bjalli í þau.
· Man ekki eftir fleiru slæmu.

Og svo eru það myndirnar:

Stórfelldar umhverfisbreytingar urðu þegar járnagámabíll fjarlægði farartæki af ýmsum gerðum. Ég sé ekki eftir neinu í Kínverjana sem fá járnið, nema vera skyldi þessi Úrsus sem sést í loftinu á myndinni.

Fyrir skömmu varð Týri Prins Depilsson fyrir líkamsárás að loppu föður síns. Var honum umsvifalaust breytt í lampa.


Slakað á í Sælulundi.


Þessi gullfallegi drengur heitir Jakop og er Grétarsson, Grétars föðurbróður míns.


Mynd frá í dag. Aðalpleisið þessa dagana er kofaþakið. Reglurnar eru þær að þeir sem ekki komast niður sjálfir, mega ekki klifra upp á. Reglunni var vel fylgt í dag.

Engin ummæli: