17. júní 2008
Nú.. er... frostáfróni
Hvað er að mér? Bý rétt sunnan við víðfrægan norðurpól en mæti samt í kvartbuxum, sumarkjól og sumarskóm í 17. júní skrúðgönguna á Sauðárkrók. Ef Sigfríður hefði ekki lánað mér hlífðarbuxur hefði ég líklegast orðið úti við Öldustíginn, ef ekki fyrr. Þvílíkt rok og þvílíkur kuldi! Þegar Gunni og Felix (sem voru frábærir!) höfðu lokið sér af og ratleikurinn hófst, flúðum við Kristbjörg (sem var álíka asnalega klædd og ég) inn í sjoppu með börnin. Ég þarf að taka mig alvarlega í gegn í þessum málum. Ég er enn með hrollinn í mergnum og komið fram yfir miðnætti!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Hér var sól og blíða aldrei slíku vant -
Bkv
Sigrún Móða
Ísland, gamla Ísland, ástkær fósturjörð...
Kv.
Sg
Skrifa ummæli