15. ágúst 2008

Loforð skal efna

Eitthvað minntist ég á að setja inn myndir frá St. Pétursborg. Ég valdi helst þær sem hafa eitthvað fólk á þeim eða falla inn á mitt áhugasvið (sbr. mósavíkina). Myndirnar eru í tímaröð, sem skiptir náttúrlega engu máli fyrir þig, lesandann.

Nafnar analíséra finkur sem spændu upp blómabeð.

Brúðkaupsvenjur eru nokkuð sérstakar í Pétursborg og ganga helst út á að fara á svo og svo marga staði og láta taka myndir af sér á hverjum þeirra. Við sáum u.þ.b. tug nýgiftra á víðavangi, flest á laugardeginum eftir að við komum.


Árni á Uppsölum mátar hatta.


Moi, María á Kúskerpi, Ingibjörg Sólrún frá Álfgeirsvöllum og Magga Guðbrands fyrir framan einn fjölmargra löggubíla borgarinnar.


Gengið frá kirkjunni þar sem kórinn söng að veitingasalnum sem við snæddum á. Um alla borg eru skurðir líkt og þessi sem sigla má á.


Silfrastaðarsóknarmenn ánægðir eftir tónleikana í Rússlandi.


Blóðkirkjan svokallaða sem var reist á morðstað Alexanders Péturssonar. Svona er hún að utan...


...Og svona að innan. Nær hver einasti fersentimetri er mósavíkaður, alveg upp í turnana! Ég hefi aldrei séð eins mikið mósaík og í Pétursborginni!


Mamma, tók þessa með þig líka í huga. Einhver minjagripabúð veitingahúsi sem við fórum á en konurnar eru ekki af verri endanum; Guðrún og María Guðmundsdætur, takk fyrir.

Kórinn söng ekki bara í göllunum heldur við ýmis tækifæri. Hér erum við í Peterhof, gosbrunnagarðinum sem Pétur mikli lét reisa fyrir sig svo hann gæti áð á leið sinni eitthvert í buskann.
Og ekki dugði eitthvert aflóga kofaskrifli í fyrir Péturinn.

Enn ein myndin af Uffffsala-Árna, en myndefnið er ekki bara við nágrannarnir heldur málverkið fyrir ofan okkur eftir Danann Karen Agnethe Þórarinsdóttur. Stórkostlega skemmtileg. Þarna sátum við í fínu boði hjá sendiherra Íslands í Finnlandi, Hannesi Heimissyni.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flottar myndir, hlakka til ad sjá restina.....Mamma

Nafnlaus sagði...

Þetta hefur verið agalega gaman, gaman. Verð að koma sjá allt gallerýið.
Kv.
Sg

Nafnlaus sagði...

er i Montana, væri gaman ad heyra frá ykkur á medan eg er her.. xoxox mamma

Nafnlaus sagði...

[url=http://kfarbair.com][img]http://www.kfarbair.com/_images/logo.png[/img][/url]

בית מלון [url=http://www.kfarbair.com]כפר בעיר[/url] - שירות חדרים אנחנו מציעים שירותי אירוח מיוחדים כמו כן יש במקום שירות חדרים המכיל [url=http://www.kfarbair.com/eng/index.html]ארוחות רומנטיות[/url] במחירים מיוחדים אשר יוגשו ישירות לחדרכם.

לפרטים נוספים אנא גשו לעמוד המלון - [url=http://kfarbair.com]כפר בעיר[/url] [url=http://www.kfarbair.com/contact.html][img]http://www.kfarbair.com/_images/apixel.gif[/img][/url]