30. nóvember 2008

Ein flís í einu

Loksins kom að því. Ég kláraði smákommóðuna sem ég byrjaði á í fyrra, minnir mig. Hún er úr venjulegum veggflísum, brotnum undirskálum, keramikfíneríi og perlum. Jú og úr bláa vasanum sem strákunum tókst að brjóta í hjá Drífu og Fúsa á Uppsölum. Þau buðu okkur í kvöldmat um daginn og á síðustu mínútum heimsóknar rak Ekki-ég Einarsson eitthvern skanka í vasann, sem endaði vatnshellt líf sitt á parketinu. Ég var gersamlega miður mín yfir göslaganginum í þeim - þar til ég tók eftir litnum. Fékk að hirða brotin og nú hefur vasinn lifnað við.

I vaguely recall having promised a bit of English to explain the photos. Well, it took about the same time to make these darlings, the mosaic commode and the kids. The mosaic just needs dusting for the next years, but the kids require a bit more attention than that.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Það emá ekki á milli sjá hvert er fallegra á að líta, börnin eða kommóðan. Stolt af hvorutveggju konan!
Markmiðin eru alltaf dásamleg þegar - þau nást....
Til hamingju.S.G.

Nafnlaus sagði...

Flott kommóða og flottir litlir ærslabelgir..
Mbk,
Sg

Nafnlaus sagði...

wohóóó - kúl krakkar og heit kommóða ! það er ekki að spyrja að því - þú myndarlega húsmóðir :) Ógó flott, krakkarnir greinilega rosa stoltir.
kv.evarós