Hvaða afl skaffar börnum svefnþörf? Ég man þegar Inga var lítil hvað ég öfundaði sumar mæður af svefnþörf barna þeirra sem sváfu 2-4 lengur á daginn en Inga. Undraðist af hverju mitt barn þurfti ekki mikinn svefn.
Í kvöld háði ég kvöldbardagann við fjögur börn. Sá fyrsti til að falla í svefn streyttist ekkert á móti, enda fullkomnlega uppgefinn. Hin gáfust ekki svo auðveldlega upp. Mér heyrðist Gunnar vera sofnaður klukkan kortér yfir ellefu, en hann barðist lengst af þeim öllum. 23:15!!!! Og svo vaknar hann við barnaefnishljóðin í fyrramálið og verður í skínandi formi. Ósanngjarnt, eins og GunnarEinarsson sjálfur segir.
31. maí 2008
26. maí 2008
Útskrift og Oddur Kárason
Í dag var stór dagur í lífi Davíðs - og Jódísar Helgu. Þau formlega útskrifuðust úr leikskólanum. Foreldrar, afar og ömmur tróðu sér með herkjum inn á litla stóru deild leikskólans til að berja augum þessa tylft barna sem mun byrja í 1. bekk grunnskóla í haust. Hópurinn lék, söng, spilaði og dansaði fyrir gesti og ekki var laust við að undirrituð vöknaði ögn um augun þegar sonurinn sýndi trommutaktana. Og söng. Og dansaði. Ja hérna, hver hefði trúað því fyrir ári að þetta sama barn mundi koma fram fyrir hópi fólks og performera. Hvað þá að hann hefði leyft fóstrunum að kyssa sig! En það tók steininn úr þegar hann sagði, áður en við fórum að heiman í morgun, mamma manstu eftir myndavélinni? Fyrir ári hefði hann líklegast beðið þungbrýnn og hljóðalaus einhversstaðar afsíðis á meðan uppákoman liði hjá.
Oddur Kárason heiðrar okkur með nærveru sinni þessa dagana. Og það er sko heiður. Eins og alþjóð veit er þetta einstaklega vel gerður, skemmtilegur og góður drengur og ég gæti endalaust þulið upp hans kosti, en ég vil forðast langt mál á þessu bloggi. Læt nægja að minnast á að börnin mín þrjú dýrka Odda frænda sinn og allt að því berjast um hylli hans. Nú, hér eru svo nokkrar myndir frá gærdeginum og útskriftinni.
Inga bjó til svalandi trópíska drykki (appelsínusafa með sítrónusneið) þar sem sól skein skært. Rokið var full mikið þó, en drykkinn svældu þau í sig í hvassviðrinu.
Um leið og Baddý og Svavar komu, lægði nóg til þess að hægt var að drekka úti.
Útskriftarhópurinn setti upp stykkið Maximús Músikús. Davíð var hestur en Jódís geit.
Hlutverk Davíðs var að spila fótatak hests á slagverk. Aldrei hefur hljómað þvílíkur sláttur.
Loks náðist mynd af bestustu vinunum þremur, Óskari Aron, Einari og Gunnari. Hornamerkið er það nýjasta sem Gunnar hefur numið af systkinum sínum.
Oddur Kárason heiðrar okkur með nærveru sinni þessa dagana. Og það er sko heiður. Eins og alþjóð veit er þetta einstaklega vel gerður, skemmtilegur og góður drengur og ég gæti endalaust þulið upp hans kosti, en ég vil forðast langt mál á þessu bloggi. Læt nægja að minnast á að börnin mín þrjú dýrka Odda frænda sinn og allt að því berjast um hylli hans. Nú, hér eru svo nokkrar myndir frá gærdeginum og útskriftinni.
Inga bjó til svalandi trópíska drykki (appelsínusafa með sítrónusneið) þar sem sól skein skært. Rokið var full mikið þó, en drykkinn svældu þau í sig í hvassviðrinu.
Um leið og Baddý og Svavar komu, lægði nóg til þess að hægt var að drekka úti.
Útskriftarhópurinn setti upp stykkið Maximús Músikús. Davíð var hestur en Jódís geit.
Hlutverk Davíðs var að spila fótatak hests á slagverk. Aldrei hefur hljómað þvílíkur sláttur.
Loks náðist mynd af bestustu vinunum þremur, Óskari Aron, Einari og Gunnari. Hornamerkið er það nýjasta sem Gunnar hefur numið af systkinum sínum.
Mesti óvitinn á heimilinu, Týri Prins Depilsson. Davíð tók þessa mynd en einnig festi hann 3 lamba-, 2 himna- 3 gras-, 5 líkamshluta- og 14 steinamyndir á stafrænu, svo fátt sé nefnt.
23. maí 2008
Bless Kippök okkar!
Í gær kom að því að Tóti sótti Kristbjörgu, sem var þá búin að strita í á aðra viku í sauðburði hér á bæ. Krakkarnir voru hálf sjokkeraðir og urðu fámál þegar að kveðjustund kom. Jæja, við höfum þó fullt af myndum af stelpunni og eftir hana, því þessi sauðburður hefur heldur betur verið festur á stafrænu. Það er ekki alveg að ástæðulausu; Bekkjarfélagar Kristbjargar voru krafðir um kynningu á 2 daga vinnunámi, en þar sem Kippök var heldur lengur en þessa 2 daga bjó hún til almennilegt glærusjóv með allskyns upplýsingum og ljósmyndum. Og talandi um, hér eru nokkrar.
Þessi átti að vera löngu komin á bloggið. Hosa hans Davíðs eignaðist þessi hriikalega krúttlegu flekkulömb (það sést varla í hrútinn, en Hosa fylgist með). Davíð er skiljanlega mjög montinn af fjárstofni sínum.
Hvor er sætari, ha? Ég er allavega ekki svona loðin á löppunum.
Þórgunnur og bræðurnir passa eldhúslamba.
17. maí 2008
Tölvuna heim!
Tölvan er loks komin heim úr viðgerð. Ekki það að maður hefði mikið snert hana þessa nýliðnu viku, mestum tíma er varið úti við og þegar inn er komið reynir maður að grafa sig upp úr verstu heimilisstörfunum.
Kippök (Kristbjörg) hefur verið hér síðan á mánudaginn síðastliðinn og fer ekki fyrr en næstkomandi fimmtudag. Þetta eru beinar afleiðingar samræmdu prófanna í íslensku skólakerfi; stúlkan hefur lokið öllum prófum en skólinn er lögum bundinn að hafa ofan af fyrir 10. bekkingum fram yfir mánaðarmót. Þar til sitja bekkjarfélagar hennar á rassinum yfir alls kyns fyrirlestrum og er skýrt tekið fram á prógramminu að mæting sé skylda. En Kippök lætur ekki snúa á sig; hún nýtir tímann og skellir sér í sauðburð fram á Kjálka í Skagafirðinum. Ósköp hentugt fyrir Kjálkabúa.
Myndirnar tók ég allar í dag, Baddisavar eru í Sælulundi og stunda gróðursetningar þessi helgina. Myndirnar af Kristbjörgu og Einari og börnum voru teknar á Henglastöðum. Einar markaði, við Kristbjörg týndum skíta- og heyköggla af túni og börnin skiptu sér á milli foreldra eftir hentugleika.
9. maí 2008
Yndislegur dagur!
Nú klukkan 23 er bara eftir uppvask kvöldsins og ein ferð niðrí bragga.
Við Gunnar, Inga og Rakel frá Flugumýri, ásamt ungfrú Þórgunni, fórum í frekar svölu veðri í Varmahlíð en þegar heim var komið var líkt og við hefðum skotist inn í aðra vídd. Vetrarvíddina. Snjóslyddusuddi, austanstæður, sem þýðir að lítil börn haldast illa lóðrétt í þessu veðri. En við drifum okkur samt í Henglastaði þar sem svangar og þyrstar bornar og óbornar ær voru læstar inni vegna veðurs. Það sem hún Sólgunnur baksaði með hey og fötur og lömb, þessi litli dugnaðarforkur. Gunnar og stóru stelpurnar sýndu að sjálfsögðu líka dugnaðartakta.
Hér eru þær stöllur Inga og Rakel Eir bekkjarvinkona í fánaleik. Inga fékk hana heim en Davíð fékk að fara með Jóni Hjálmari bróður hennar heim. Svo kom móðirinn og skipti á börnum. Mjög hentugt.
Þórgunnur er enginn aukvisi. Hún hjálpaði með pitsudegið og fékk svo að hreinsa úr skálinni.
Eftir gesti og kvöldverð fórum við strákarnir aftur í Henglastaði. Þessi mynd sýnir aðeins veðrið. Rokið festist ekki á stafrænuna. Allir kuldagallar voru dregnir fram, sem og vettlingar, treflar ofl.
,,Má ég klappa? Má ég halda?" eru algengar spurningar um þessar mundir. Sauðburður gengur annars vel, sérstaklega miðað við - jújú, veðrið.
Við Gunnar, Inga og Rakel frá Flugumýri, ásamt ungfrú Þórgunni, fórum í frekar svölu veðri í Varmahlíð en þegar heim var komið var líkt og við hefðum skotist inn í aðra vídd. Vetrarvíddina. Snjóslyddusuddi, austanstæður, sem þýðir að lítil börn haldast illa lóðrétt í þessu veðri. En við drifum okkur samt í Henglastaði þar sem svangar og þyrstar bornar og óbornar ær voru læstar inni vegna veðurs. Það sem hún Sólgunnur baksaði með hey og fötur og lömb, þessi litli dugnaðarforkur. Gunnar og stóru stelpurnar sýndu að sjálfsögðu líka dugnaðartakta.
Hér eru þær stöllur Inga og Rakel Eir bekkjarvinkona í fánaleik. Inga fékk hana heim en Davíð fékk að fara með Jóni Hjálmari bróður hennar heim. Svo kom móðirinn og skipti á börnum. Mjög hentugt.
Þórgunnur er enginn aukvisi. Hún hjálpaði með pitsudegið og fékk svo að hreinsa úr skálinni.
Eftir gesti og kvöldverð fórum við strákarnir aftur í Henglastaði. Þessi mynd sýnir aðeins veðrið. Rokið festist ekki á stafrænuna. Allir kuldagallar voru dregnir fram, sem og vettlingar, treflar ofl.
,,Má ég klappa? Má ég halda?" eru algengar spurningar um þessar mundir. Sauðburður gengur annars vel, sérstaklega miðað við - jújú, veðrið.
3. maí 2008
Ungfrú Æðisleg
Um daginn höfðu tveir gamlir skólafélagar frá Ameríkunni samband við mig á netinu. Bæði (Alison vinkona mín í Suður-Afríku og Howie frá Seattle) halda til á Facebook svokölluðu, svona samskiptasíðu þar sem maður safnar vinum og spjallar við þá. Nú, ég skráði mig til að sjá hjá þeim myndir og heyra í þeim, en þetta hefur haft með sér gríðarlegar afleyðingar um allan heim. Á nær hverjum degi berst mér beiðni frá einhleypum ungum mönnum hvaðanæva úr heiminum (en þó mest frá austurevrópulöndum) sem vilja kynnast mér. Sem dæmi: í gær skrifaði John Eitthvað frá BNA, hann er í fyrirsætubransanum en vill finna sér lífsförunaut og stofna með henni fjölskyldu. Af 3x3 cm myndinni sem hann sá af mér er hann viss um að ég sé sú rétta.
Ég verð að muna að skrá mig af þessum vinsældarlista sem facebook er.
Ég verð að muna að skrá mig af þessum vinsældarlista sem facebook er.
1. maí 2008
1. maí
Maímánuður er upp runninn. Ótrúlegt. Mér fannst á tímabili að skammdegið ætlaði aldrei að hörfa en svo alltíeinu - púff! - maí er kominn. Ég vona að vor og sumar líði hægt og rólega.
Allt í rólegheitum hér annars, sauðburður rétt skriðinn af stað hjá gemlingunum. Drengirnir leika sér í ,,kallaleik" á gólfinu með Einari Kárasyni (ffænda mínum og vini, eins og Gunnar segir. Rétt á eftir bænunum á kvöldin segir hann svo titrandi hvíslröddu eins og hjartað sé að springa af geðshræringu, Ég essska hann Einar ffænda minn og vin minn!) Inga borðar uppáhaldsmatinn sinn, brauð með osti og Season All sett í örbylgjuofninn. Einar sýslar í fénu. Ég sest við tölvuna á milli þess sem ég týni spjarir og leikföng af gólfinu, geng frá þvotti, vaska upp, nudda slettur af gólfinu... þetta vanalega á frímorgni.
Myndir dagsins: Inga situr fyrir með fína vörubílinn sem hún smíðaði í skólanum handa pabba sínum. Strákar tveir gretta sig svo innilega fyrir myndavélina. Þess má geta að þeir voru sérstaklega ánægðir með myndina.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)