Nú klukkan 23 er bara eftir uppvask kvöldsins og ein ferð niðrí bragga.
Við Gunnar, Inga og Rakel frá Flugumýri, ásamt ungfrú Þórgunni, fórum í frekar svölu veðri í Varmahlíð en þegar heim var komið var líkt og við hefðum skotist inn í aðra vídd. Vetrarvíddina. Snjóslyddusuddi, austanstæður, sem þýðir að lítil börn haldast illa lóðrétt í þessu veðri. En við drifum okkur samt í Henglastaði þar sem svangar og þyrstar bornar og óbornar ær voru læstar inni vegna veðurs. Það sem hún Sólgunnur baksaði með hey og fötur og lömb, þessi litli dugnaðarforkur. Gunnar og stóru stelpurnar sýndu að sjálfsögðu líka dugnaðartakta.
Hér eru þær stöllur Inga og Rakel Eir bekkjarvinkona í fánaleik. Inga fékk hana heim en Davíð fékk að fara með Jóni Hjálmari bróður hennar heim. Svo kom móðirinn og skipti á börnum. Mjög hentugt.
Þórgunnur er enginn aukvisi. Hún hjálpaði með pitsudegið og fékk svo að hreinsa úr skálinni.
Eftir gesti og kvöldverð fórum við strákarnir aftur í Henglastaði. Þessi mynd sýnir aðeins veðrið. Rokið festist ekki á stafrænuna. Allir kuldagallar voru dregnir fram, sem og vettlingar, treflar ofl.
,,Má ég klappa? Má ég halda?" eru algengar spurningar um þessar mundir. Sauðburður gengur annars vel, sérstaklega miðað við - jújú, veðrið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Osköp eru þetta finar myndir.. og vetur um midjan Mai, hvad er i gangi ?? eg bara spyr.
Kossar og knús.
Mamma
Skrifa ummæli