17. maí 2008

Tölvuna heim!

Tölvan er loks komin heim úr viðgerð. Ekki það að maður hefði mikið snert hana þessa nýliðnu viku, mestum tíma er varið úti við og þegar inn er komið reynir maður að grafa sig upp úr verstu heimilisstörfunum.

Kippök (Kristbjörg) hefur verið hér síðan á mánudaginn síðastliðinn og fer ekki fyrr en næstkomandi fimmtudag. Þetta eru beinar afleiðingar samræmdu prófanna í íslensku skólakerfi; stúlkan hefur lokið öllum prófum en skólinn er lögum bundinn að hafa ofan af fyrir 10. bekkingum fram yfir mánaðarmót. Þar til sitja bekkjarfélagar hennar á rassinum yfir alls kyns fyrirlestrum og er skýrt tekið fram á prógramminu að mæting sé skylda. En Kippök lætur ekki snúa á sig; hún nýtir tímann og skellir sér í sauðburð fram á Kjálka í Skagafirðinum. Ósköp hentugt fyrir Kjálkabúa.
Myndirnar tók ég allar í dag, Baddisavar eru í Sælulundi og stunda gróðursetningar þessi helgina. Myndirnar af Kristbjörgu og Einari og börnum voru teknar á Henglastöðum. Einar markaði, við Kristbjörg týndum skíta- og heyköggla af túni og börnin skiptu sér á milli foreldra eftir hentugleika.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Sæludalur sveitin best, sólin á þig...
Í Guðsfriði elskurnar.
Kv. S.G.

Nafnlaus sagði...

moderen vil få flere billeder - mange flere billeder - mange, mange flere

mange hilsener til Kippök og fjölskyldu

Birgit