Allt í rólegheitum hér annars, sauðburður rétt skriðinn af stað hjá gemlingunum. Drengirnir leika sér í ,,kallaleik" á gólfinu með Einari Kárasyni (ffænda mínum og vini, eins og Gunnar segir. Rétt á eftir bænunum á kvöldin segir hann svo titrandi hvíslröddu eins og hjartað sé að springa af geðshræringu, Ég essska hann Einar ffænda minn og vin minn!) Inga borðar uppáhaldsmatinn sinn, brauð með osti og Season All sett í örbylgjuofninn. Einar sýslar í fénu. Ég sest við tölvuna á milli þess sem ég týni spjarir og leikföng af gólfinu, geng frá þvotti, vaska upp, nudda slettur af gólfinu... þetta vanalega á frímorgni.
Myndir dagsins: Inga situr fyrir með fína vörubílinn sem hún smíðaði í skólanum handa pabba sínum. Strákar tveir gretta sig svo innilega fyrir myndavélina. Þess má geta að þeir voru sérstaklega ánægðir með myndina.
2 ummæli:
Skúra, Solga, skúra.. það veitir manni innri frið og gefur lífinu tilgang. Þá sér maður mun, blettakrúbb er ekkert á við alvöru skúringar..
Kv.
Sg
En svo ruglad flott, bádar myndirnar koss og knus..
Mamma
Skrifa ummæli