Um daginn höfðu tveir gamlir skólafélagar frá Ameríkunni samband við mig á netinu. Bæði (Alison vinkona mín í Suður-Afríku og Howie frá Seattle) halda til á Facebook svokölluðu, svona samskiptasíðu þar sem maður safnar vinum og spjallar við þá. Nú, ég skráði mig til að sjá hjá þeim myndir og heyra í þeim, en þetta hefur haft með sér gríðarlegar afleyðingar um allan heim. Á nær hverjum degi berst mér beiðni frá einhleypum ungum mönnum hvaðanæva úr heiminum (en þó mest frá austurevrópulöndum) sem vilja kynnast mér. Sem dæmi: í gær skrifaði John Eitthvað frá BNA, hann er í fyrirsætubransanum en vill finna sér lífsförunaut og stofna með henni fjölskyldu. Af 3x3 cm myndinni sem hann sá af mér er hann viss um að ég sé sú rétta.
Ég verð að muna að skrá mig af þessum vinsældarlista sem facebook er.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hurdu, hvar ser madur þessa skrift ?? eg myndi gjarnan vilja sjá myndir frá Alison.. snidugt..
mamma
Skrifa ummæli