Í gær kom að því að Tóti sótti Kristbjörgu, sem var þá búin að strita í á aðra viku í sauðburði hér á bæ. Krakkarnir voru hálf sjokkeraðir og urðu fámál þegar að kveðjustund kom. Jæja, við höfum þó fullt af myndum af stelpunni og eftir hana, því þessi sauðburður hefur heldur betur verið festur á stafrænu. Það er ekki alveg að ástæðulausu; Bekkjarfélagar Kristbjargar voru krafðir um kynningu á 2 daga vinnunámi, en þar sem Kippök var heldur lengur en þessa 2 daga bjó hún til almennilegt glærusjóv með allskyns upplýsingum og ljósmyndum. Og talandi um, hér eru nokkrar.
Þessi átti að vera löngu komin á bloggið. Hosa hans Davíðs eignaðist þessi hriikalega krúttlegu flekkulömb (það sést varla í hrútinn, en Hosa fylgist með). Davíð er skiljanlega mjög montinn af fjárstofni sínum.
Hvor er sætari, ha? Ég er allavega ekki svona loðin á löppunum.
Þórgunnur og bræðurnir passa eldhúslamba.
Fínt að hugs hugs í Kippakarstígvélum.
Þessi mynd af Gunnarieinarssyni er einungis ein af a.m.k. 40 myndum sem Kristbjörg tók af honum.
Kristbjörg gerði ýmislegt sem er ekki er leyfilegt á þjóðvegum landsins.
Almenningssamgöngur í Tungu.
3 ummæli:
Tunga er greinilega enn "fyrir framan lög".
Kv.
Sg
En gaman ad sjá, flottar myndir, vonandi sendir Kippök mer myndir. Var ad koma heim um kl 8 pm. eg hringi á morgunn..koss og knús. Mamma
hvað varstu að segja um loðnar fætur..... ;)
Skrifa ummæli