Hvaða afl skaffar börnum svefnþörf? Ég man þegar Inga var lítil hvað ég öfundaði sumar mæður af svefnþörf barna þeirra sem sváfu 2-4 lengur á daginn en Inga. Undraðist af hverju mitt barn þurfti ekki mikinn svefn.
Í kvöld háði ég kvöldbardagann við fjögur börn. Sá fyrsti til að falla í svefn streyttist ekkert á móti, enda fullkomnlega uppgefinn. Hin gáfust ekki svo auðveldlega upp. Mér heyrðist Gunnar vera sofnaður klukkan kortér yfir ellefu, en hann barðist lengst af þeim öllum. 23:15!!!! Og svo vaknar hann við barnaefnishljóðin í fyrramálið og verður í skínandi formi. Ósanngjarnt, eins og GunnarEinarsson sjálfur segir.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
þad man ekki kyrin þá kálfur hefur verid !!!!!! eitt sinn fyrir langa löngu skutlad út á tröppu um vetur i náttfötunum vegna óþekktar vid ad fara ad sofa ????? Nei nei, bara ad striða..
Mamma
Skrifa ummæli