Ekki fer mikið fyrir messuferðum þessi jólin. Messufall varð á Silfrastöðum í dag, sökum gargandi roks enn eina ferðina. Skellti mér í gönguferð milli bæja, svona til að prófa aðstæður - ég hafði mig fram og til baka slysalítið (flaug að vísu flöt á bakið í drullusvað, nema hvað). Annað verður þó sagt um Týra Prins Depils- og Perluson, hann fauk allavega þrisvar útaf veginum. Blessað litla skinnið. Auðvitað á maður ekki að hlægja að litlum hvolpi þegar hann fýkur eins og borðtuska niður af vegkantinum, en fyrst hann hafði sig alltaf aftur upp á veginn var nú ekki hundrað í hættunni, ha.
Hvað ætli maður sé búinn að innbyrða mörg kíló af hreinu súkkulaði um hátíðarnar? Aðventan meðtalin? Þetta er fáránleg spurning, svona álíka heimskuleg og: hversu mörg grömm er hamingjan?
30. desember 2007
26. desember 2007
SILFURBRÚÐKAUP
Já, í dag er merkisdagur. Í dag eru liðin heil 25 ár síðan mamma rétt kláraði að sauma á sig skautbúninginn. 25 ár síðan John gaf henni gullin til að skreyta hann, þ.e. búninginn. 25 ár síðan glumdi í tröllagrýlukertunum á Njarðvíkurkirkju þegar þau hrundu til jarðar - svona eins og til að leggja áherslu á orð prestsins (hvað hét hann nú?). 25 ár síðan geggjaðasta partý var haldið í offiséraklúbbnum uppá Velli. Til hamingju með brúðkaupsafmælið, mamma og John!!
24. desember 2007
Gleðilega hátíð
Nú nálgast miðnætti á aðfangadagskvöld. Lambahryggurinn etinn, ísinn slurpaður, uppvaskið frágengið, jólpappírsflóðbylgjan hamin, nýja dótið handfjatlað, börnin meðvitundarlaus. Nú sitjum við mamma bara frammi í stofu, báðar í hálfgerðu ofurátsmóki með sæluglýju í augunum. Þetta hefur verið ósköp notalegt kvöld. Hrósið fá börnin, sem fengu ekki hina stórvarasömu pakkasýki, en eftir að Inga þjáðist svo heiftarlega á fjögurra ára jólunum sínum að hún gat engan veginn notið sín, hefur sagan um hana verið óspart notuð í forvarnarskyni.
Úps, rétt nær dottaði fram á lyklaborðið. Líklegast merki um að skrifa sig út. Góða jólanótt.
Úps, rétt nær dottaði fram á lyklaborðið. Líklegast merki um að skrifa sig út. Góða jólanótt.
22. desember 2007
Nú er komið nóg.
Síðasta Silfrastaðakirkjukórsæfingin er yfirstaðin, var haldin í gær á Uppsölum eins og vanalega. Og eins og vant er var fyrst drukkið kaffi og jólate með fjölbreyttu meðlæti hjá Sólveigu, síðan æft og svo aftur drukkið kaffi og te . Kóræfingar á Silfrastöðum eru með yndislegri stundum sem ég veit. Frábær félagsskapur, fjörugar samræður, gott kaffi og meððí, góður söngur (allavega segir mamma það, sem hefur mætt á jólaæfingarnar þegar hún er á landinu. Hún hefur verið útnefndur Aðdáandi Númer Eitt eftir lofsyrðin frá því í fyrra).
Eitthvað eru börnin farin að lýjast á piparkökubakstri. Reyndi að fá þau til að skella mótunum á deig í morgun þar sem kökudúnkurinn er tómur í annað sinn. Þetta er líka orðið gott, þessi bakstur fyrir jólin. Nú má bara einbeita sér að þrifum - skafa deigið af gólfunum, skrúbba glassúrsputtaförin af veggjunum, pússa smjörlíkiskáfið af sófasettinu...
Eitthvað eru börnin farin að lýjast á piparkökubakstri. Reyndi að fá þau til að skella mótunum á deig í morgun þar sem kökudúnkurinn er tómur í annað sinn. Þetta er líka orðið gott, þessi bakstur fyrir jólin. Nú má bara einbeita sér að þrifum - skafa deigið af gólfunum, skrúbba glassúrsputtaförin af veggjunum, pússa smjörlíkiskáfið af sófasettinu...
19. desember 2007
Svona gerum við er við straujum okkar þvott.
Eitthvað hlýtur amma Ida að hafa áhrif á börnin, Inga Einarsdóttir anti-tiltektarpersóna er að þrífa eldhúsvaskinn!
Nýstigin heim úr skólanum þar sem dagurinn fór í að undirbúa Litlu-jólin og fríið sem fylgir. Skrítið, þegar frí er í vændum þá er stundum ekki vinnufriður fyrir tilhlökkun. Ég er almennt að tala um nemendur en ætli við kennarar séum mikið skárri.
Já, amma Ida er sumsé mætt, er í augnablikinu að brjóta saman þvott og talar um að strauja krumpaðar flíkur. Hljómar yndislega í mín eyru. Ég ætla að hlusta á suðið í gufunni.
Nýstigin heim úr skólanum þar sem dagurinn fór í að undirbúa Litlu-jólin og fríið sem fylgir. Skrítið, þegar frí er í vændum þá er stundum ekki vinnufriður fyrir tilhlökkun. Ég er almennt að tala um nemendur en ætli við kennarar séum mikið skárri.
Já, amma Ida er sumsé mætt, er í augnablikinu að brjóta saman þvott og talar um að strauja krumpaðar flíkur. Hljómar yndislega í mín eyru. Ég ætla að hlusta á suðið í gufunni.
17. desember 2007
Hæ hó jibbíjei og jibbí jei
Já, mamma mætt á Frón og stefndi hingað norður á miðvikudaginn. En svo hafa plön breyst því hún ætlar að koma á morgun, sólarhring fyrir áætlun! Hugsar maður „frábært!”? Já, í allt að hálfa sekúndu því svo taka við hugsanir á borð við, „sjitt, á eftir að skúra gólfin! sjenever og búa um rúmið hennar! og heilagir hollendingar þvo nokkrar vélar!” Hvað er að eiginlega?? Ég ætla að þrífa á mér heilann og má burtu þessar anti-mömmu hugsanir. Svei, að láta þrifnaðarhugsanir ganga fyrir tilhlökkuninni um að fá hana mömmu mína.
En brátt koma jólin og hvernig veit ég það? Buxur hafa þrengst eftir aðventusmakkið og ístran er farin að blómstra. Hún verður orðin sæt um áramótin.
En brátt koma jólin og hvernig veit ég það? Buxur hafa þrengst eftir aðventusmakkið og ístran er farin að blómstra. Hún verður orðin sæt um áramótin.
13. desember 2007
Allt er hljótt..
nema yndislega þvottavélin mín. Hún er komin heim úr viðgerð, er á 5. vélinni sinni í dag. Ég saknaði hennar mun meir en tölvunnar sem fór á sama tíma í yfirhalningu.
Ég hef róast eftir síðasta sólarhinginn, jólakvíðinn er í rénum (vonandi), svefninn stefnir í rétt horf (held ég). Ég komst lifandi frá aðventukvöldi Varmahlíðarskóla, sem gekk nokkuð vel, en það sem gerir útslagið, það sem virkar sýrudrepandi á sálarmagann er að ég fór norður í dag og afgreiddi nokkrar jólagjafir. Sankaði einnig að mér alls kyns ósóma sem passað gæti í ýmsan fótabúnað, u.þ.b. ellefu talsins (er einhver innan 10 ára að lesa þetta?). Nú má jóladagatalið húrra á sínum hundraðfalda hraða í átt að jólum.
Og nú er amma Ida í flugvélinni....
Ég hef róast eftir síðasta sólarhinginn, jólakvíðinn er í rénum (vonandi), svefninn stefnir í rétt horf (held ég). Ég komst lifandi frá aðventukvöldi Varmahlíðarskóla, sem gekk nokkuð vel, en það sem gerir útslagið, það sem virkar sýrudrepandi á sálarmagann er að ég fór norður í dag og afgreiddi nokkrar jólagjafir. Sankaði einnig að mér alls kyns ósóma sem passað gæti í ýmsan fótabúnað, u.þ.b. ellefu talsins (er einhver innan 10 ára að lesa þetta?). Nú má jóladagatalið húrra á sínum hundraðfalda hraða í átt að jólum.
Og nú er amma Ida í flugvélinni....
11. desember 2007
Ef ég væri ríkur.... af hugmyndum
Þetta eru strembnir dagar. Þarf að finna skemmtilegan, jólalegan texta til að lesa fyrir jólaskemmtun skólans annað kvöld. Sem ég finn ekki. VERÐ að koma upp með stutt (fjúkk!) en gott skemmtiatriði sem minn bekkur getur flutt á litlu jólum 20. des, helst í síðustu viku. Finn ekkert. Hvernig get ég verið svona hugmyndasnauð? Hvar er jólaandinn og getur hann ekki skellt í svosum smá atriði handa mér?
Annars er allt óbreytt. Smákökuhólarnir vaxa hægt og bítandi, þökk sé Ingu sem hefur uppgötvað töfra baksturs en ekki frágangs. Óskírður hvolpurinn skilur enn ekki að hann er ekki eins velkominn inn á heimilið eftir að hann lærði að hlaupa um allt. Jólakortin kúra róleg í kassanum sínum, ásamt gjöfunum ætluðum ameríska skyldfólkinu. Allt nema eitt: allir fóru ofurstilltir og prúðir upp í rúm og steinsofnuðu, löngu búin að velja skóna til að stilla út í glugga. Það er þó eitthvað gott við aðdraganda jólanna.
Annars er allt óbreytt. Smákökuhólarnir vaxa hægt og bítandi, þökk sé Ingu sem hefur uppgötvað töfra baksturs en ekki frágangs. Óskírður hvolpurinn skilur enn ekki að hann er ekki eins velkominn inn á heimilið eftir að hann lærði að hlaupa um allt. Jólakortin kúra róleg í kassanum sínum, ásamt gjöfunum ætluðum ameríska skyldfólkinu. Allt nema eitt: allir fóru ofurstilltir og prúðir upp í rúm og steinsofnuðu, löngu búin að velja skóna til að stilla út í glugga. Það er þó eitthvað gott við aðdraganda jólanna.
10. desember 2007
Piparkökuhúsameistari óskast.... eða ekki.
Ótrúlegt. Heimilið var tölvulaust í nær viku og ég saknaði hennar nær ekkert. Hún kom heim í gær en ég fylltist ekki af djúpstæðri þörf fyrir að nettengjast við umheiminn. Fékk þá vitneskju að allar ljósmyndirnar (þó nokkur hundruðir) hefðu komist af gamla, úr sér slitna harða diskinum yfir á hinn nýja. Fjúkk. Hvað ætli ég hafi predikað oft yfir múg og margmenni um mikilvægi þess að taka öryggisafrit? Óteljandi sinnum? Hefði þurft að taka glósur á eigin fyrirlestri.
Við börnin skreyttum piparkökuhúsið. Það er svoldið skondið. Húsið. Það ber þess öll merki að verktakinn hafi sneytt fram hjá öllum reglum og viðurkenndum vinnuaðferðum. Engin formleg teikning var gerð af byggingunni, veggirnir eru skakkir, sveigðir og sumir brotnir (duttu óvart í gólf). Gluggarnir eru mishátt frá jörðu og af ýmsum stærðargráðum, þakið nær næstum niðrá bakkann, glassúrsskreytingin er eins og eftir parkinsons-klúbbmeðlimi. Það er sumsé æði. Nú er bara nammið eftir - ef það ratar ekki í meltingarfæri afkvæmanna.
Góðu fréttir dagsins: Afidonn er búinn að panta flugfar, JIBBBÍÍÍÍÍÍ!
Slæmu fréttir dagsins: Afidonn dró lappirnar nógu lengi til að ná ömurlegustu tímasetningum á flugfari, 23. des til landsins og 29. til baka. Jæja, hann kemur þó og gleðst ég yfir því.
Við börnin skreyttum piparkökuhúsið. Það er svoldið skondið. Húsið. Það ber þess öll merki að verktakinn hafi sneytt fram hjá öllum reglum og viðurkenndum vinnuaðferðum. Engin formleg teikning var gerð af byggingunni, veggirnir eru skakkir, sveigðir og sumir brotnir (duttu óvart í gólf). Gluggarnir eru mishátt frá jörðu og af ýmsum stærðargráðum, þakið nær næstum niðrá bakkann, glassúrsskreytingin er eins og eftir parkinsons-klúbbmeðlimi. Það er sumsé æði. Nú er bara nammið eftir - ef það ratar ekki í meltingarfæri afkvæmanna.
Góðu fréttir dagsins: Afidonn er búinn að panta flugfar, JIBBBÍÍÍÍÍÍ!
Slæmu fréttir dagsins: Afidonn dró lappirnar nógu lengi til að ná ömurlegustu tímasetningum á flugfari, 23. des til landsins og 29. til baka. Jæja, hann kemur þó og gleðst ég yfir því.
1. desember 2007
Ég elska þig, sjónvarp
Hvað gerðu foreldrar á helgarmorgnum fyrir barnatímann? Þegar þeir vildu kúra eilítið lengur, eða klára uppvask gærdagsins, eða lesa eitthvert blaðið? Æ já, annaðhvort hentu börnunum út eða skipuðu þeim að leika sér. Allt er gott í hófi, barnaefni meðtalið. Ég kann ekki við að hallmæla því of mikið því ég man svo vel eftir sælutilfinningu þeirri að vakna á laugardagsmorgnum hjá Hörpu móðursystur og glápa á teiknimyndir. Hún, Dabbi sonur hennar og eiginmaður bjuggu upp´á velli og buðu mér stundum í gistingu á vindsæng í stofunni - fyrir framan sjónvarpið! Hmmm, svo kemur það mér alltaf á óvart hvað ég get verið mikill sjónvarpssjúklingur...
Prógram dagsins: piparkökubakstur með börnunum, sund eftir hádegi og köfffélagsferð í þeirri veiku von að enn séu til jóladagatöl sem mamman gleymdi að spá í!
Prógram dagsins: piparkökubakstur með börnunum, sund eftir hádegi og köfffélagsferð í þeirri veiku von að enn séu til jóladagatöl sem mamman gleymdi að spá í!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)