26. desember 2007

SILFURBRÚÐKAUP

Já, í dag er merkisdagur. Í dag eru liðin heil 25 ár síðan mamma rétt kláraði að sauma á sig skautbúninginn. 25 ár síðan John gaf henni gullin til að skreyta hann, þ.e. búninginn. 25 ár síðan glumdi í tröllagrýlukertunum á Njarðvíkurkirkju þegar þau hrundu til jarðar - svona eins og til að leggja áherslu á orð prestsins (hvað hét hann nú?). 25 ár síðan geggjaðasta partý var haldið í offiséraklúbbnum uppá Velli. Til hamingju með brúðkaupsafmælið, mamma og John!!

Engin ummæli: