Já, mamma mætt á Frón og stefndi hingað norður á miðvikudaginn. En svo hafa plön breyst því hún ætlar að koma á morgun, sólarhring fyrir áætlun! Hugsar maður „frábært!”? Já, í allt að hálfa sekúndu því svo taka við hugsanir á borð við, „sjitt, á eftir að skúra gólfin! sjenever og búa um rúmið hennar! og heilagir hollendingar þvo nokkrar vélar!” Hvað er að eiginlega?? Ég ætla að þrífa á mér heilann og má burtu þessar anti-mömmu hugsanir. Svei, að láta þrifnaðarhugsanir ganga fyrir tilhlökkuninni um að fá hana mömmu mína.
En brátt koma jólin og hvernig veit ég það? Buxur hafa þrengst eftir aðventusmakkið og ístran er farin að blómstra. Hún verður orðin sæt um áramótin.
17. desember 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli