Þetta eru strembnir dagar. Þarf að finna skemmtilegan, jólalegan texta til að lesa fyrir jólaskemmtun skólans annað kvöld. Sem ég finn ekki. VERÐ að koma upp með stutt (fjúkk!) en gott skemmtiatriði sem minn bekkur getur flutt á litlu jólum 20. des, helst í síðustu viku. Finn ekkert. Hvernig get ég verið svona hugmyndasnauð? Hvar er jólaandinn og getur hann ekki skellt í svosum smá atriði handa mér?
Annars er allt óbreytt. Smákökuhólarnir vaxa hægt og bítandi, þökk sé Ingu sem hefur uppgötvað töfra baksturs en ekki frágangs. Óskírður hvolpurinn skilur enn ekki að hann er ekki eins velkominn inn á heimilið eftir að hann lærði að hlaupa um allt. Jólakortin kúra róleg í kassanum sínum, ásamt gjöfunum ætluðum ameríska skyldfólkinu. Allt nema eitt: allir fóru ofurstilltir og prúðir upp í rúm og steinsofnuðu, löngu búin að velja skóna til að stilla út í glugga. Það er þó eitthvað gott við aðdraganda jólanna.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Því leitar þú ekki til mín, vitrustu og reyndustu mágkonu þinnar í jóla jóla jóla hverskonar uppákomum fyrir aldurshópa á bilinu 2-100 ára??
Löööv.
Six
Skrifa ummæli