Hvað gerðu foreldrar á helgarmorgnum fyrir barnatímann? Þegar þeir vildu kúra eilítið lengur, eða klára uppvask gærdagsins, eða lesa eitthvert blaðið? Æ já, annaðhvort hentu börnunum út eða skipuðu þeim að leika sér. Allt er gott í hófi, barnaefni meðtalið. Ég kann ekki við að hallmæla því of mikið því ég man svo vel eftir sælutilfinningu þeirri að vakna á laugardagsmorgnum hjá Hörpu móðursystur og glápa á teiknimyndir. Hún, Dabbi sonur hennar og eiginmaður bjuggu upp´á velli og buðu mér stundum í gistingu á vindsæng í stofunni - fyrir framan sjónvarpið! Hmmm, svo kemur það mér alltaf á óvart hvað ég get verið mikill sjónvarpssjúklingur...
Prógram dagsins: piparkökubakstur með börnunum, sund eftir hádegi og köfffélagsferð í þeirri veiku von að enn séu til jóladagatöl sem mamman gleymdi að spá í!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég hefði alveg mátt sjá af einhverjum jóladagatölum, hér eru til fimm stykki og börnin eru tvö. Eins og þú eflaust manst. Held að ég sé með síðbúið ADHD, ég festi mig varla nokkurn tíma við sjónvarpskjá nema á fimmtudagskvöldum yfir friðarboðskap Soprano.
Löv,
Mákks
Skrifa ummæli