19. desember 2007

Svona gerum við er við straujum okkar þvott.

Eitthvað hlýtur amma Ida að hafa áhrif á börnin, Inga Einarsdóttir anti-tiltektarpersóna er að þrífa eldhúsvaskinn!
Nýstigin heim úr skólanum þar sem dagurinn fór í að undirbúa Litlu-jólin og fríið sem fylgir. Skrítið, þegar frí er í vændum þá er stundum ekki vinnufriður fyrir tilhlökkun. Ég er almennt að tala um nemendur en ætli við kennarar séum mikið skárri.

Já, amma Ida er sumsé mætt, er í augnablikinu að brjóta saman þvott og talar um að strauja krumpaðar flíkur. Hljómar yndislega í mín eyru. Ég ætla að hlusta á suðið í gufunni.

Engin ummæli: