Nú nálgast miðnætti á aðfangadagskvöld. Lambahryggurinn etinn, ísinn slurpaður, uppvaskið frágengið, jólpappírsflóðbylgjan hamin, nýja dótið handfjatlað, börnin meðvitundarlaus. Nú sitjum við mamma bara frammi í stofu, báðar í hálfgerðu ofurátsmóki með sæluglýju í augunum. Þetta hefur verið ósköp notalegt kvöld. Hrósið fá börnin, sem fengu ekki hina stórvarasömu pakkasýki, en eftir að Inga þjáðist svo heiftarlega á fjögurra ára jólunum sínum að hún gat engan veginn notið sín, hefur sagan um hana verið óspart notuð í forvarnarskyni.
Úps, rétt nær dottaði fram á lyklaborðið. Líklegast merki um að skrifa sig út. Góða jólanótt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli