13. desember 2007

Allt er hljótt..

nema yndislega þvottavélin mín. Hún er komin heim úr viðgerð, er á 5. vélinni sinni í dag. Ég saknaði hennar mun meir en tölvunnar sem fór á sama tíma í yfirhalningu.

Ég hef róast eftir síðasta sólarhinginn, jólakvíðinn er í rénum (vonandi), svefninn stefnir í rétt horf (held ég). Ég komst lifandi frá aðventukvöldi Varmahlíðarskóla, sem gekk nokkuð vel, en það sem gerir útslagið, það sem virkar sýrudrepandi á sálarmagann er að ég fór norður í dag og afgreiddi nokkrar jólagjafir. Sankaði einnig að mér alls kyns ósóma sem passað gæti í ýmsan fótabúnað, u.þ.b. ellefu talsins (er einhver innan 10 ára að lesa þetta?). Nú má jóladagatalið húrra á sínum hundraðfalda hraða í átt að jólum.

Og nú er amma Ida í flugvélinni....

Engin ummæli: