Við Helga tengdó, Sigga mágkona, börnin og auperan fengum að skera út í laufabrauð í gær. Mikið er það nú góður siður, að koma saman og dúlla yfir einhverju sem verður svo etið í stórum stíl um og yfir jólin. Sem betur fer þarf ekki að senda mömmu og John þeirra sex eintök eins og fyrri jól, því von er á þeim heiðurshjónum. Þetta hafa nú ekki verið beint laufabrauð sem þau hafa annars fengið frá mér heldur frekar laufabrauðsagnir, eftir allan flutninginn.
Það er svo gott að komast út úr kennslustofu með nemendur. Fór með 4. og 5. bekki út að teikna fjöll. Allir endurnærðir af súrefni og blýantsfjöllin stórfín í kjölfarið. Þarf að finna upp fleiri haldbær útiverkefni fyrir mínar námsgreinar, allavega ensku og myndmennt. Sé ekki alveg að skólayfirvöld leyfi mér að fara út með tölvurnar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
ég er með kommenta þráhyggju röskun og kommenta á allar bloggsíður, hvort sem ég eitthvað að segja eður ei.
Þín mákka
Skrifa ummæli