26. mars 2008

Drottning er fædd

Sjáið þessa fallegu gimbur sem afi Gunnar heyrði jarma í morgun þegar hann mætti í lambabraggann. Alltaf er jafn yndislegt að sjá fyrsta lamb vorsins, þó vorið sé ekki eiginlega mætt. Ekki skemmir að hún er svort með hvítan blett á krúnunni, krúttið.

Annars stefnum við öll fimm suður á föstudaginn. Erindið er stórt - kannski ekki bókstaflega, því Harpa móðursystir mín í Texas, BNA er ekkert há í loftinu. En maður sér hana ekki á hverju degi svo best að drífa sig að finna gistingu og skipuleggja ferðina!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman, gaman, hver fær svo fyrsta lambid ??? tölumst á morgunn.
Mamma

Nafnlaus sagði...

Segi eins og Eymi: Whattaaa!
Hrikalega sætt lamb.
Góða ferð í sollinn og Sódómu.
Kv.
Sg

Nafnlaus sagði...

til hamingju með gimbru litlu - við erum öll alveg "OOOOOOHHHH" yfir henni ;) þú skilur hehe
hlakka ógó til að sjá ykkur öll !
kv.erv