Já, Skírdagur hefur annars verið rólegur. Ofstopaveður hélt börnunum inni í allskyns leikjum og uppákomum (þar komu barnapíurnar sterkar inn; þær pússluðu, léku ímyndaða vini og óvini, lásu, spiluðu, svo eitthvað sé nefnt). Á meðan hamaðist ég við að baka fyrir kaffið eftir messuna á Silfrastöðum. Inga missti af þessum innirólegheitum því hún gisti hjá Baddý og Svavari. Ekki fannst öllum á heimilinu það gott; Eymundur Ás sagði oft aðspurður að hann vildi ekki gera neitt nema bíða eftir Ingu svo þau gætu farið í húsaleik, hvenær kæmi hún eiginlega! Bræður hennar fundu ekki fyrir eins miklum söknuði.
Ég veit að ég hef verið með yfirlýsingar um að setja myndir á þessa síðu. Hér eru tvær frá því í dag.
Eftir að hafa unnið Kristbjörgu í gær vildi Gunnar ólmur tefla við mig í dag. Aðdráttarafl skákarinnar er gegndarlausa drápið sem leikurinn snýst um. Allavega þýddi ekkert fyrir mig að reyna að útskýra hugtakið ,,skák", hvað þá ,,mát".
Á milli þess sem Kristbjörg og Silja sinntu sínum barnapíustörfum biðu þær úti, sem var soldið þreytandi því þær lágu á gluggunum í von um að fá að komast inn. Neinei, þær vildu bara upplifa vonda veðrið, alveg satt.
1 ummæli:
alltaf nog ad gera, finar myndir. Vonast til ad heyra frá ykkur einhverntima um páskana, takk fyrir lesningarnar, lakkrisinn, myndir frá D og G eitt egg kom heilt, hitt tilbuid til átu. Heila eggid verdur geymt til morgunns. knús og kiss til allra. Mamma
Skrifa ummæli