3. mars 2008

Lumbrað og lamið


Fór með börnin á bíó eftir yndislega skíðaferð í Tindastólinn. Sáum Ástrík og Steinrík sem fóru á Ólympíuleikanna. Það var lán í óláni að Inga varð heiftarlega veik með háan hita og hálsbólgu, því okkur Davíð blöskraði svo ofbeldið! Það er bara ekki það sama að sjá fólk lúskrað og lamið og kýlt í loft upp þegar það er alvöru. Miklu betra að sjá teiknimyndapersónur lenda í svona útistöðum. Við Davíð vorum dauðfegin að fara út í hléinu en Gunnar sagði uppáhaldssetninguna sína "mér er sama, mér finnst myndin flott!"


Inga er ennþá slöpp - hiti, hausverkur, hálsbólga. Blessað barnið vinnur hörðum höndum við að koma sér upp glæra lúkkinu.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ja herna, ekki nema hvad....
eg var ad undra mig á hversvegna eg heyrdi ekkert i ykkur um helgina..... Vona ad skidaferdin hafi verid god.....Mamma

Nafnlaus sagði...

Sonur minn kvartaði undan að þetta væri minnst trúlega Ástríksmynd sem hann hefði séð! Ofbeldið beit ekki mikið á hann.
Kv.
Sg