12. mars 2008

Hvað sérðu margar undirhökur?

Lífið gengur sinn vanagang. Skóli, stundum leikskóli, uppeldi, heimalestur, stía syskin í sundur, kvöldmatur, uppvask, þvottur. Og þó ekki. Eftir tvo daga skellur á páskafrí og er það í fyrsta skiptið í mörg ár sem ég man eftir því (ég veit, þetta er einhver fötlun, ég gleymi oft að frí eru í vændum þar til þau renna í hlaðið). Ég hef ekkert þaulskipulagt hvern dag í fríinu en ég ætla allavega á skíði með ungana mína bæði í Stólinn og Hlíðarfjall. Svo ætla ég að næla mér í tvær galvaskar unglingsstúlkur á Akureyri - Kristbjörgu og Silju vinkonu - og hafa þær hjá mér í nokkra daga. Svo kemur fóstursonurinn og verður líka í einhverja daga. Semsé, stefnir í yndislega daga.

Þó það sé nú annað mál, hvað ég vildi að ég hefði vott af sjálfsaga - eða frekar sjálfsmaga - þegar kemur að mat. Fötin mín passa rétt svo og allur matur er svo góður! Og súkkulaðið maður minn! Jæja, ég er nú að verða fertug og þá er bara skynsamlegt að byggja upp ágætis fituforða til að fylla upp í allar hrukkur. Ég verð bara unglegri fyrir vikið, hah!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Uss, ef þú verður feitari en ég, þá skaltu fara að gera eitthvað í málunum. En ég get alveg lofað þér að ég verða ALLTAF feitari en þú:-)
Kv.
Sg

Nafnlaus sagði...

Vertu ekkert ad þvi, eg get alveg gefid þer eina, nei biddu, eg hef ekki neina en eg get gefid þer smá auka maga....
mamma

iol sagði...

Ó elskurnar mínar, takk fyrir þéttan stuðning!

Nafnlaus sagði...

þá veit ég hvað dóttir mín ætlar að gera - takk

kveðja mamman