22. mars 2008
Laugardagur til lukku
Þennan dag höfum við fjölskyldan bæði fengið og misst. Gunnar fékk loks rúm fyrir stóra krakka, þegar heiðurshjónin á Akureyri mættu með gamla rúmið hennar Kristbjargar, tannaför innifalin. Í staðinn misstum við barnapíurnar tvær, sem hafa staðið sig með soddan prýði bæði í barnapössun og heimilisstörfum. Hinn missirinn er vel kunnugur, Eymundur Ás nýfarinn með mömmu sinni og Þórgunni hundavini (hún vill alltaf hitta fjórfættu fjölskylduna í vaskahúsinu (eða vasklausa húsinu réttara sagt)). Hún er alltaf eins, tómleikatilfinningin þegar hann fer; það þýðir þó ekki að Ásinn sé fyrirferðameiri en hin börnin, langt því frá. Í gær vildi hann samt meina að þegar hann væri hérna fengi ég að prófa hvernig er að vera með 10 börn. Veit ekki alveg hvernig hann komst að þessari niðurstöðu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli