16. mars 2008

Páskafrí og börn og fleira

Nú er algleymi páskafrísins. Engin vinna, skóli, leikskóli á morgun né alla vikuna =yndislegt. Ekki það að vinnan mín sé leiðinleg, langt því frá, en gott er að hvíla sig frá áreitinu við og við. Í dag og í gær sýndi ég örlitla viðleitni og aðstoðaði Einar við að rýja lömbin. Ekki er það nein þrælavinna, í gær dró ég til hans lömbin og horfði svo aðgerðarlítil á hann rýja á meðan svitalækir og fossar bunuðu niður andlitið á honum. Í dag vildi hann alls ekki að ég drægi til hans, kannski vegna þess að varla ársgömul lömb fara létt með að hendast með mig um króna. Ég mátti því í dag opna og loka spilinu, sem og taka upp ullina og troða henni í poka.
Jú, í dag hefði verið fullkominn dagur til að skella sér á skíði, en það koma fleiri dagar, muniði, í þessu páskafríi, ha!

Set svo nokkrar myndir af fallegu fólki, svosem eins og stjúpbróðurbörnum mínum og barnabörnum Halla Svavars-ogBaddýjar (ég er sumsé afasystir, haha!)

Halli, óskírður drengur Nónu- og Valtýsson og Hrefna Rós Gunnars- og Liljudóttir Jóhönnu.

John Mabrey Malone, 6 ára (eitt sinn kallaður ditti dóti donn, þegar Gunnar gat ekki sagt Litli .... John).

Julia Kay Malone, um 1 1/2 ára

Engin ummæli: