Nú um helgina stóð Íþróttasamband fatlaðra fyrir skíðanámskeiði, sem Eymundur Ás og Sigga sóttu. Við börnin ákváðum að nýta tækifærið og skella okkur með. Enginn sér eftir því! Hlíðarfjall er frábært skíðasvæði til að byrja með börn. Eftir fyrstu ferðirnar slepptu strákarnir alfarið mömmu sinni og fylltust áður óþekktu öryggi og sjálfstæði í barnabrekkunni. Töfrateppið sló í gegn (gúmmífæriband sem flytur allskyns snjófarartæki (skíði, þotur, sleða, skíðasleða) upp nokkra tugi metra), þeir fóru örugglega 40 ferðir bara í dag. Við Inga náðum að skjótast tvisvar í stólalyftunna, sem var ósköp notalegt því ég get vanalegast lítið sinnt henni í brekkunni þar sem strákarnir þurfa stöðuga gjörgæslu. Inga hinsvegar naut góðs af félagskap Eymundar og Lilju, elti þau á röndum um allar trissur og lærði heilmikið af því. Á meðan öllu þessu stóð þjónaði Sigga mörgum hlutverkum; hún tók myndir, gætti fatnaðar, leit eftir drengjum og margt fleira.
Við gistum hjá Birgit, Tóta og börnum, eða réttara sagt gistum við án Birgit, Tóta og dóttur, því aðeins strákarnir voru heima. En það var nú í fínu lagi.
Niels var alger herramaður að vanda, jós úr viskubrunni sínum (drengurinn er gangandi alfræðiorðabók!) en átti pínu erfitt með að gúddera lítinn, bardagaglaðan fjögurra ára gamlan mann.
Æi, mikið er ég fegin að ég spanderaði í þessi skíði hérna um daginn.
Eymundur Ás og Lilja á hvínandi ferð. Ekki er hægt að segja að drengnum leiðist.
Þessar myndir tók Sigga á laugardeginum, þetta var ein síðasta ferð Gunnars með mömmu sinni.
Eymundur Ás á töfrateppinu að næla sér í snjó.
Hið stórmagnaða töfrateppi með innbyrðis Gunnar grallara og Íris tískufrömuð. Þessi er örugglega tekin rétt áður en ég fór úr úlpunni og spókaði mig beraxla í ullarvestinu. Sú hegðun uppskar nokkurt gláp og vott af sólarbruna (ég veit, Sigríður!)
Eftir skíði skruppum við öll í sund og eftirá gláptum við á endurnar hjá lauginni.
4 ummæli:
Frábærar myndir... Greinilegt ad börnin hafa skemmt ser velsvo og myndirnar frá afmælinu hanns Davids. Vondandi kemur pakkinn godi á morgunn. kiss knús til allra. mamma
Sammála, síðasta ræðumanni, frábærar myndir, hver skyldi hafa tekið þær???
Kv.
Sg
Frábær börn góðar kökur og vel heppnað í alla staði takk fyrir mig,Skíðaferðin greinilega vellukkuð, allir ánægðir alveg eins og það á að vera.Tengdó
Ég bara varð að troða mér hérna líka!!
Svei mér ef maður gengur ekki í barndóm við að skoða myndir af þessum yndislegu börnum, á öllum aldri, í vetrarparadísinni og snjó ha.
S.G.
Skrifa ummæli