Við Helga tengdó, Sigga mágkona, börnin og auperan fengum að skera út í laufabrauð í gær. Mikið er það nú góður siður, að koma saman og dúlla yfir einhverju sem verður svo etið í stórum stíl um og yfir jólin. Sem betur fer þarf ekki að senda mömmu og John þeirra sex eintök eins og fyrri jól, því von er á þeim heiðurshjónum. Þetta hafa nú ekki verið beint laufabrauð sem þau hafa annars fengið frá mér heldur frekar laufabrauðsagnir, eftir allan flutninginn.
Það er svo gott að komast út úr kennslustofu með nemendur. Fór með 4. og 5. bekki út að teikna fjöll. Allir endurnærðir af súrefni og blýantsfjöllin stórfín í kjölfarið. Þarf að finna upp fleiri haldbær útiverkefni fyrir mínar námsgreinar, allavega ensku og myndmennt. Sé ekki alveg að skólayfirvöld leyfi mér að fara út með tölvurnar.
26. nóvember 2007
24. nóvember 2007
Tjútt og trall
Uppskeruhátíð sauðfjár- og kúabænda tókst vel, allavega að mínu mati. Söngurinn hjá okkur Gunnari var að okkar mati mikil skemmtun (þetta heitir að setja sjálfsöryggið á oddinn), pistill kvöldsins fyndinn, maturinn góður, félagsskapurinn fínn. Geirmundur hamaðist við að halda upp stuðinu, ég dansaði á við 4 eróbikksjúklinga. Toppurinn var þó þegar mótleikari minn í smá leikþætti, stór og mikill, myndarlegur og virðulegur karlmaður, tróð sér í brjóstahaldara, kjól og jakka við með slíkri einlægri fegurð að ég hélt ég mundi æla af hlátri. Ég held bara að ég hefi ekki hlegið svona heiftarlega síðan fyrir fall kommúnismans.
Einar og Inga fóru rétt í þessu að líta á hana Stjörnu hennar Ingu sem er í tamningu hjá Keldulandshjónunum. Vonandi færa þau góðar fréttir, að brúklegur smalahestur sé í mótun.
Einar og Inga fóru rétt í þessu að líta á hana Stjörnu hennar Ingu sem er í tamningu hjá Keldulandshjónunum. Vonandi færa þau góðar fréttir, að brúklegur smalahestur sé í mótun.
22. nóvember 2007
Eins og sextán barna móðirinn frá Ólafsfirði sagði...
Suma daga skil ég einfaldlega ekki hvernig stendur á því að ég er umkringd börnum, eins og þau geta verið fullkomnlega óþolandi. Frá morgni til kvölds, í vinnu og heima.
Suma daga finnst mér barnastússið vera köllun - bara ekki í dag.
Í dag halda bandaríkjamenn upp á þakkargjörðarhátíð. Mamma og Afi Donn eru í Dillon, Montana hjá Ditta Donn, Julíu og foreldrum þeirra. Þori að veðja að cajun kalkúnninn þar verði gleypilega gómsætur. Fattaði það um daginn að það skiptir litlu máli hvenær ég held mína þakkargjörð, það er bara mikilvægast að finna fugl og fá alla á staðinn.
Suma daga finnst mér barnastússið vera köllun - bara ekki í dag.
Í dag halda bandaríkjamenn upp á þakkargjörðarhátíð. Mamma og Afi Donn eru í Dillon, Montana hjá Ditta Donn, Julíu og foreldrum þeirra. Þori að veðja að cajun kalkúnninn þar verði gleypilega gómsætur. Fattaði það um daginn að það skiptir litlu máli hvenær ég held mína þakkargjörð, það er bara mikilvægast að finna fugl og fá alla á staðinn.
18. nóvember 2007
Risaborgin
Þriggja nátta ferð til höfuðborgarinnar er stórferð fyrir Tungufjölskylduna. Mikið er gaman að vera í Reykjavík og ekki skemmir fyrir þegar maður fer ekki á kaupkenderí. Markmið mitt var að sinna sem flestum ömmum, komast í fáeinar aðrar heimsóknir og fara í Þjóðminjasafnið. Þetta tókst. Og nú kemur prógrammið:
Sigga-langamma á Akranesi (gistum þar) - ég og börnin í Kringluna en Einar til Víkur í Mýrdal - löbbuðum til Ömmí Háó - strætó til ömmu Soffíu og Hálfdáns - Esther og María - Dagný, Kiddi og börn - Eva Rós og Jói (þar gistu Inga og Davíð) - Halla Þorbjörns (þarsem restin gisti). Laugardagsmorgunin fórum við 3 í sundlaugina á Seltjarnarnesi (frábær) - Eva Rós og Jói/hádegisafmæli til heiðurs 12 ára Anítu - Þjóðminjasafnið - Sigga, Lúðvík og synir - Pítan - Amma í Háó (hittum líka Heimi þar) - heim til Höllu í gistingu. Sunnudagurinn var svo ósköp fábreyttur, skrölt heim með gjafagrindurnar.
Takið eftir takið eftir: við fórum ekki í Tójsaröss.
Sigga-langamma á Akranesi (gistum þar) - ég og börnin í Kringluna en Einar til Víkur í Mýrdal - löbbuðum til Ömmí Háó - strætó til ömmu Soffíu og Hálfdáns - Esther og María - Dagný, Kiddi og börn - Eva Rós og Jói (þar gistu Inga og Davíð) - Halla Þorbjörns (þarsem restin gisti). Laugardagsmorgunin fórum við 3 í sundlaugina á Seltjarnarnesi (frábær) - Eva Rós og Jói/hádegisafmæli til heiðurs 12 ára Anítu - Þjóðminjasafnið - Sigga, Lúðvík og synir - Pítan - Amma í Háó (hittum líka Heimi þar) - heim til Höllu í gistingu. Sunnudagurinn var svo ósköp fábreyttur, skrölt heim með gjafagrindurnar.
Takið eftir takið eftir: við fórum ekki í Tójsaröss.
14. nóvember 2007
Þúsund ára gamlar spýtur
Fer suður á morgun, nanna-nanna-nanna! Já ég hlakka hrikalega til, er rétt við það að springa. Á dagskránni: hitta skyldmennin, þá helst ömmurnar tvær lasburða og sjúkrahúslegnar. Leyfa börnunum að upplifa strætó, fara með mann og börn í Þjóðminjasafnið og tek svo sundfötin með til öryggis. Annars hefur álit mitt á því mæta safni þjóðminja dalað eftir uppsetningu á sýningunni Á efsta degi. Hún sýnir útskornu fjalirnar sem fundust í Flatatungu og Bjarnastaðahlíð. Nú hefur sú stefna verið tekin að kenna fjalirnar einungis við Bjarnastaðahlíð og sé minnst á Tungu er sagt að fjalirnar hafi fundist í þakklæðningu útihúsa. Gunnar tengdó hafði þær fyrir augunum á hverjum morgni fyrstu 11 árin sín, því þær voru fyrir ofan rúmið hans í baðstofunni. Nenni ekki að fara út í lítt rökstuddar kenningar um að fjalirnar hafi verið í Hólakirkju (sem tengdaforeldrarnir eru afar ósammála um). Aðalmálið er að ef fræðimenn safnsins beygja staðreyndir til að passa í þessa sýningu, er ekki þá nokkuð víst að slíkar beygingar - sögufalsanir - geti gerst aftur? Eða hafi gerst?
12. nóvember 2007
Börn börn börn
Suma daga þegar mann langar helst að kyrkja léttilega þriðja hvern nemanda, skilur maður ekki hvernig í Guðmundi maður lenti í kennslu. Ég sem var yfirlýstur anti-kennari frá 8 ára aldri síðan Hreiðar Stefánsson reyndi að fá bekkinn til að ganga hljóðlega niður stóra stigann í Langholtsskóla en tókst ekki. Og ef honum tókst ekki svona verk þá gæti ég það tæpast. En hvað gerist? Orðin kennari um þrítugt og reyti of oft andlegt hár mitt af þreytu yfir þessum ormum. En svo birtist brosandi andlit sjö ára drengs, þessa sem byrjaði svo leiðinlega í haust með uppsteyt og stæla - og segist ætla að teikna handa mér fallega mynd, hvað vilji ég fá? Bræðir mitt litla steinhjarta.
Kannski fá þessir greyið nemendur mínir stundum að finna fyrir pirringi sem á rætur sínar að rekja til minna eigin barna og fjölskyldumeðlima. Á þeim stundum styð ég heils hugar orð Margrétar Pálu, Hjallastefnufrumkvöðuls, að gott væri að geta hringt í skólann á slæmum dögum og sagt, fyrirgefðu en ég bara get ekki kennt í dag, ég er eitthvað svo geðvond og vil alls ekki láta það bitna á börnunum!
Kannski fá þessir greyið nemendur mínir stundum að finna fyrir pirringi sem á rætur sínar að rekja til minna eigin barna og fjölskyldumeðlima. Á þeim stundum styð ég heils hugar orð Margrétar Pálu, Hjallastefnufrumkvöðuls, að gott væri að geta hringt í skólann á slæmum dögum og sagt, fyrirgefðu en ég bara get ekki kennt í dag, ég er eitthvað svo geðvond og vil alls ekki láta það bitna á börnunum!
10. nóvember 2007
Vitlausir kallar
Hversvegna fell ég fyrir rómansmyndum en ekki bókum? Allavega var ég límd yfir Rúvbíó kvöldsins, um bandaríska konu sem flytur til Tuscan á Ítalíu og lendir í allskyns krúttlegum ævintýrum.
En hvers vegna eru börnin svo fullkomnir aðdáendur Spaugstofunnar (Vitlausu kallanna, eins og þau nefna hana), eins og hún er ekkert sérstaklega fyndin. ég sé alltént ekki að börn skilji þessar pólitísku/samfélagslegu tilvísanir. Ég held barrasta að þetta sé meira hefð, að poppa á laugardagskvöldi yfir vitlausu köllunum, heldur en að þættirnir séu eitthvert dúndur. Gott þó að það eru ekki leiðinlegri þættir þessi kvöld.
8. nóvember 2007
Hver er bestur í heimi?
Ef þessi bloggútrás mín væri víðlesinn miðill mundi ég reglulega benda á gott fólk. Afburðafólk sem bætir líf mitt og minna á einn eða annan hátt. Efst á þeim lista væri að sjálfsögðu mamma mín (ég segi þetta ekki aðeins vegna þess að hún ól mig frá einsfrumungsstigi og er alltaf til staðar).
Veðrið er yndislegt en samt hangir maður inni. Við strákarnir fórum þó í gönguferð fyrr í dag sem endaði hjá öllum gömlu og ævafornu vélunum. Davíð vill rífa nánast allt upp og gera það aksturshæft. Það er gott að ungdómurinn er bjartsýnn.
Og annað sem ég mundi gera ef ég væri víðlesin - eða nei, ég þarf sko varla að vera einlesin til að veita einhverju öðru en mannfólkinu viðurkenningu. Í dag væri það kaffisopinn. Hann jafnast á við hálfan vin.
Veðrið er yndislegt en samt hangir maður inni. Við strákarnir fórum þó í gönguferð fyrr í dag sem endaði hjá öllum gömlu og ævafornu vélunum. Davíð vill rífa nánast allt upp og gera það aksturshæft. Það er gott að ungdómurinn er bjartsýnn.
Og annað sem ég mundi gera ef ég væri víðlesin - eða nei, ég þarf sko varla að vera einlesin til að veita einhverju öðru en mannfólkinu viðurkenningu. Í dag væri það kaffisopinn. Hann jafnast á við hálfan vin.
6. nóvember 2007
AAAAAAAAAARRRRRRRRRRRRGGGGG!!!!!!!
Fátt er eins ærandi og þögnin.
En að öðru, klukkan er 19 mínútur gengin í 11 og enginn nema sá yngsti sofnaður. Veit ekki hvernig stúlkan sem gistir hjá Ingu verður í fyrramálið. Hún segist fara að sofa um 9 að kvöldlagi. Flissið úr herberginu minnir á gamlar gistiheimsóknir úr æsku.
En að öðru, klukkan er 19 mínútur gengin í 11 og enginn nema sá yngsti sofnaður. Veit ekki hvernig stúlkan sem gistir hjá Ingu verður í fyrramálið. Hún segist fara að sofa um 9 að kvöldlagi. Flissið úr herberginu minnir á gamlar gistiheimsóknir úr æsku.
5. nóvember 2007
Menningarbærinn Akureyri
Sáum Óvitana í gærkveldi - 4 börn og 2 foreldrar. Allir skemmtu sér vel, enda sýningin í alla staði stórskemmtileg. Krakkaleikararnir voru áðdáunarverðir og þeir fullorðnu stóðu sig líka frábærlega, ekki síst í ljósi þess að aðalleikararnir þrír eru þungamiðjan í tveimur leikritum samtímis sem hvort er sýnt einu sinni til tvisvar á dag. Áðdáunarvert úthald hjá fólkinu. Dauðlangar einmitt að sjá hitt Akureyska leikritið, Ökutímar.
Kárahnjúkavirkjun var ræst í dag. Hefjist gósentíð landans nú loks fyrir alvöru.
Í ótengdum fréttum, eini hvolpurinn á bænum belgist út á methraða. Óskírður er 8 daga gamall og hefur að lágmarki þrefaldað þyngd sína. Vona að hann verði ekki svo stór og þungur að hann komist ekki fyrir fé.
3. nóvember 2007
Vetrarfríið ógurlega
Nú er laugardagur nær liðinn, aðeins einn dagur eftir af vetrarfríinu. Það hefur nú þó nokkuð ræst úr því, ég bjóst við löngum, viðburðarlitlum dögum þar sem engin suður/norðurferð var skipulögð, ekkert skipulagt, en svo höfum við - börnin - haft í nógu að snúast. Við öll höfum bakað daglega, þá sérstaklega Inga sem fann heimilisfræðibók frá 2. bekk. Hún hefur reynt nánast allar uppskriftir á okkur. Við fórum til Baddýar og Svarvars, í göngutúra, höfum fengið gesti, lesið nánast allar bækurnar sem við sóttum í bókasafnið....
En ég ætla samt suður í næsta skólafríi.
En ég ætla samt suður í næsta skólafríi.
2. nóvember 2007
Sögur frá Texas
Skrítin svona tíð. Hörkufrost annan daginn, lemjandi rigning hinn daginn. Svona svipað eins og skapsveiflur mannfólksins.
Skrapp í Krók í dag. Kyssti móðuna mína þar í bak og fyrir, drakk marga bolla af kaffi, hlustaði á margar sögur frá Texas. Fylgdi svo þessari frábæru heimsókn eftir með Þollláksmessustemningu í Skaffó, svo mikil var örtröðin á Bændadögum. Meiraðsegja stóð mig að því að raula jólalag við kassann. Alveg satt, konan á kassanum benti mér á það. Lagið.
Skrapp í Krók í dag. Kyssti móðuna mína þar í bak og fyrir, drakk marga bolla af kaffi, hlustaði á margar sögur frá Texas. Fylgdi svo þessari frábæru heimsókn eftir með Þollláksmessustemningu í Skaffó, svo mikil var örtröðin á Bændadögum. Meiraðsegja stóð mig að því að raula jólalag við kassann. Alveg satt, konan á kassanum benti mér á það. Lagið.
1. nóvember 2007
Tíminn og kókið
Skrítið hvað tíminn líður. Rétt byrjuð á bloggsíðu og færði síðast í febrúar! Var að byrja á umbunarkerfi sem beindist að börnum mínum þar sem þau stóru þurftu að vinna sér inn 12 stjörnur með ýmsum húsverkum og viðvikum. Vinningurinn var svo afhentur í kvöld; bíókvöld með kóki (í fyrsta sinn sem ég hleypti þessum ófögnuði inn á heimilið möglunarlaust) og snarli. Þau völdu Power Rangers, yndislega bandaríska eitís-unglingamynd.
Er eðlilegt að hugsa daglega um manns eigin stöðu í lífinu? Um hvað gerist upp um og uppúr fertugu?
Er eðlilegt að fimm ára sonurinn sé glaðvakandi núna kl. 11 að kvöldi? Líklegast, eftir kók, snakk og gasa-hasarmynd.
Er eðlilegt að hugsa daglega um manns eigin stöðu í lífinu? Um hvað gerist upp um og uppúr fertugu?
Er eðlilegt að fimm ára sonurinn sé glaðvakandi núna kl. 11 að kvöldi? Líklegast, eftir kók, snakk og gasa-hasarmynd.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)