22. nóvember 2007

Eins og sextán barna móðirinn frá Ólafsfirði sagði...

Suma daga skil ég einfaldlega ekki hvernig stendur á því að ég er umkringd börnum, eins og þau geta verið fullkomnlega óþolandi. Frá morgni til kvölds, í vinnu og heima.

Suma daga finnst mér barnastússið vera köllun - bara ekki í dag.

Í dag halda bandaríkjamenn upp á þakkargjörðarhátíð. Mamma og Afi Donn eru í Dillon, Montana hjá Ditta Donn, Julíu og foreldrum þeirra. Þori að veðja að cajun kalkúnninn þar verði gleypilega gómsætur. Fattaði það um daginn að það skiptir litlu máli hvenær ég held mína þakkargjörð, það er bara mikilvægast að finna fugl og fá alla á staðinn.

Engin ummæli: