Þriggja nátta ferð til höfuðborgarinnar er stórferð fyrir Tungufjölskylduna. Mikið er gaman að vera í Reykjavík og ekki skemmir fyrir þegar maður fer ekki á kaupkenderí. Markmið mitt var að sinna sem flestum ömmum, komast í fáeinar aðrar heimsóknir og fara í Þjóðminjasafnið. Þetta tókst. Og nú kemur prógrammið:
Sigga-langamma á Akranesi (gistum þar) - ég og börnin í Kringluna en Einar til Víkur í Mýrdal - löbbuðum til Ömmí Háó - strætó til ömmu Soffíu og Hálfdáns - Esther og María - Dagný, Kiddi og börn - Eva Rós og Jói (þar gistu Inga og Davíð) - Halla Þorbjörns (þarsem restin gisti). Laugardagsmorgunin fórum við 3 í sundlaugina á Seltjarnarnesi (frábær) - Eva Rós og Jói/hádegisafmæli til heiðurs 12 ára Anítu - Þjóðminjasafnið - Sigga, Lúðvík og synir - Pítan - Amma í Háó (hittum líka Heimi þar) - heim til Höllu í gistingu. Sunnudagurinn var svo ósköp fábreyttur, skrölt heim með gjafagrindurnar.
Takið eftir takið eftir: við fórum ekki í Tójsaröss.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Hjartað mitt litla, hlustaðu á.. þetta dettur mér í hug þegar ég sé þetta blogg;-)
Kv.
S
Skrifa ummæli