10. nóvember 2007

Vitlausir kallar

Hversvegna fell ég fyrir rómansmyndum en ekki bókum? Allavega var ég límd yfir Rúvbíó kvöldsins, um bandaríska konu sem flytur til Tuscan á Ítalíu og lendir í allskyns krúttlegum ævintýrum.


En hvers vegna eru börnin svo fullkomnir aðdáendur Spaugstofunnar (Vitlausu kallanna, eins og þau nefna hana), eins og hún er ekkert sérstaklega fyndin. ég sé alltént ekki að börn skilji þessar pólitísku/samfélagslegu tilvísanir. Ég held barrasta að þetta sé meira hefð, að poppa á laugardagskvöldi yfir vitlausu köllunum, heldur en að þættirnir séu eitthvert dúndur. Gott þó að það eru ekki leiðinlegri þættir þessi kvöld.

Engin ummæli: