14. nóvember 2007
Þúsund ára gamlar spýtur
Fer suður á morgun, nanna-nanna-nanna! Já ég hlakka hrikalega til, er rétt við það að springa. Á dagskránni: hitta skyldmennin, þá helst ömmurnar tvær lasburða og sjúkrahúslegnar. Leyfa börnunum að upplifa strætó, fara með mann og börn í Þjóðminjasafnið og tek svo sundfötin með til öryggis. Annars hefur álit mitt á því mæta safni þjóðminja dalað eftir uppsetningu á sýningunni Á efsta degi. Hún sýnir útskornu fjalirnar sem fundust í Flatatungu og Bjarnastaðahlíð. Nú hefur sú stefna verið tekin að kenna fjalirnar einungis við Bjarnastaðahlíð og sé minnst á Tungu er sagt að fjalirnar hafi fundist í þakklæðningu útihúsa. Gunnar tengdó hafði þær fyrir augunum á hverjum morgni fyrstu 11 árin sín, því þær voru fyrir ofan rúmið hans í baðstofunni. Nenni ekki að fara út í lítt rökstuddar kenningar um að fjalirnar hafi verið í Hólakirkju (sem tengdaforeldrarnir eru afar ósammála um). Aðalmálið er að ef fræðimenn safnsins beygja staðreyndir til að passa í þessa sýningu, er ekki þá nokkuð víst að slíkar beygingar - sögufalsanir - geti gerst aftur? Eða hafi gerst?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli