3. nóvember 2007

Vetrarfríið ógurlega

Nú er laugardagur nær liðinn, aðeins einn dagur eftir af vetrarfríinu. Það hefur nú þó nokkuð ræst úr því, ég bjóst við löngum, viðburðarlitlum dögum þar sem engin suður/norðurferð var skipulögð, ekkert skipulagt, en svo höfum við - börnin - haft í nógu að snúast. Við öll höfum bakað daglega, þá sérstaklega Inga sem fann heimilisfræðibók frá 2. bekk. Hún hefur reynt nánast allar uppskriftir á okkur. Við fórum til Baddýar og Svarvars, í göngutúra, höfum fengið gesti, lesið nánast allar bækurnar sem við sóttum í bókasafnið....

En ég ætla samt suður í næsta skólafríi.

Engin ummæli: