Sáum Óvitana í gærkveldi - 4 börn og 2 foreldrar. Allir skemmtu sér vel, enda sýningin í alla staði stórskemmtileg. Krakkaleikararnir voru áðdáunarverðir og þeir fullorðnu stóðu sig líka frábærlega, ekki síst í ljósi þess að aðalleikararnir þrír eru þungamiðjan í tveimur leikritum samtímis sem hvort er sýnt einu sinni til tvisvar á dag. Áðdáunarvert úthald hjá fólkinu. Dauðlangar einmitt að sjá hitt Akureyska leikritið, Ökutímar.
Kárahnjúkavirkjun var ræst í dag. Hefjist gósentíð landans nú loks fyrir alvöru.
Í ótengdum fréttum, eini hvolpurinn á bænum belgist út á methraða. Óskírður er 8 daga gamall og hefur að lágmarki þrefaldað þyngd sína. Vona að hann verði ekki svo stór og þungur að hann komist ekki fyrir fé.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli