24. nóvember 2007

Tjútt og trall

Uppskeruhátíð sauðfjár- og kúabænda tókst vel, allavega að mínu mati. Söngurinn hjá okkur Gunnari var að okkar mati mikil skemmtun (þetta heitir að setja sjálfsöryggið á oddinn), pistill kvöldsins fyndinn, maturinn góður, félagsskapurinn fínn. Geirmundur hamaðist við að halda upp stuðinu, ég dansaði á við 4 eróbikksjúklinga. Toppurinn var þó þegar mótleikari minn í smá leikþætti, stór og mikill, myndarlegur og virðulegur karlmaður, tróð sér í brjóstahaldara, kjól og jakka við með slíkri einlægri fegurð að ég hélt ég mundi æla af hlátri. Ég held bara að ég hefi ekki hlegið svona heiftarlega síðan fyrir fall kommúnismans.

Einar og Inga fóru rétt í þessu að líta á hana Stjörnu hennar Ingu sem er í tamningu hjá Keldulandshjónunum. Vonandi færa þau góðar fréttir, að brúklegur smalahestur sé í mótun.

Engin ummæli: