2. nóvember 2007

Sögur frá Texas

Skrítin svona tíð. Hörkufrost annan daginn, lemjandi rigning hinn daginn. Svona svipað eins og skapsveiflur mannfólksins.

Skrapp í Krók í dag. Kyssti móðuna mína þar í bak og fyrir, drakk marga bolla af kaffi, hlustaði á margar sögur frá Texas. Fylgdi svo þessari frábæru heimsókn eftir með Þollláksmessustemningu í Skaffó, svo mikil var örtröðin á Bændadögum. Meiraðsegja stóð mig að því að raula jólalag við kassann. Alveg satt, konan á kassanum benti mér á það. Lagið.

Engin ummæli: