8. nóvember 2007

Hver er bestur í heimi?

Ef þessi bloggútrás mín væri víðlesinn miðill mundi ég reglulega benda á gott fólk. Afburðafólk sem bætir líf mitt og minna á einn eða annan hátt. Efst á þeim lista væri að sjálfsögðu mamma mín (ég segi þetta ekki aðeins vegna þess að hún ól mig frá einsfrumungsstigi og er alltaf til staðar).

Veðrið er yndislegt en samt hangir maður inni. Við strákarnir fórum þó í gönguferð fyrr í dag sem endaði hjá öllum gömlu og ævafornu vélunum. Davíð vill rífa nánast allt upp og gera það aksturshæft. Það er gott að ungdómurinn er bjartsýnn.

Og annað sem ég mundi gera ef ég væri víðlesin - eða nei, ég þarf sko varla að vera einlesin til að veita einhverju öðru en mannfólkinu viðurkenningu. Í dag væri það kaffisopinn. Hann jafnast á við hálfan vin.

Engin ummæli: